

Leikarinn Rami Malek hlaut Óskarinn í nótt fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni Bohemian Rhapsody þar sem hann túlkaði sjálfan Freddie Mercury í Queen.

Rami var svo spenntur að komast niður af sviðinu með styttuna að hann hrundi niður í áhorfendaskarann í Dolby-leikhúsinu í Hollywood, eins og þessar myndir sýna.

Sjúkraliðar voru kallaðir til til að tryggja að ekkert amaði að leikaranum.

Sem betur sakaði Rami ekkert og gat fagnað sigrinum fram á rauða nótt.
