fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
Fókus

Friðrik Ómar og Tara í úrslit í Söngvakeppninni: Kristina fær „wild card“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 16. febrúar 2019 21:08

Þessi þrjú eru komin í úrslit.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flytjendurnir Friðrik Ómar, með lagið Hvað ef ég get ekki elskað? og Tara Mobee með Betri án þín, komust áfram í seinni undankeppni Söngvakeppninnar í kvöld, sem fram fór í Háskólabíói. Þetta þýðir að Friðrik Ómar og Tara keppa í úrslitunum í Laugardalshöll þann 2. mars ásamt Heru Björk og Hatara, og eru einu skrefi nær því að verða fulltrúi Íslands í Eurovision í Ísrael í maí.

Spennan var rafmögnuð þegar að Hraðfréttapiltarnir Benedikt og Fannar lásu upp úrslit kvöldsins og mátti heyra saumnál detta áður en úrslitin voru kunn.

Benedikt og Fannar tilkynntu jafnframt að dómnefnd hefði valið eitt lag enn til að keppa á úrslitakvöldinu, svokallað „wild card“, en það var Kristina Bærendsen með lagið Ég á mig sjálf sem hlaut það lukkuspil.

Eins og áður segir verður úrslitakvöldið í Laugardalshöll þann 2. mars og mun hin hæfileikaríka Eleni Foureira skemmta gestum, en hún var fulltrúi Kýpur í Eurovision í fyrra með lagið Fuego, sem endaði í öðru sæti í keppninni.

Fókus óskar flytjendum kvöldsins til hamingju með árangurinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Einn sögufrægasti áningarstaður landsins kominn á sölu – Eigendur stefna á ný mið

Einn sögufrægasti áningarstaður landsins kominn á sölu – Eigendur stefna á ný mið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vill losna við Scott úr lífi sínu og raunveruleikaþáttunum – Íhugar að setja fjölskyldu sinni afarkosti

Vill losna við Scott úr lífi sínu og raunveruleikaþáttunum – Íhugar að setja fjölskyldu sinni afarkosti
Fókus
Fyrir 4 dögum

Augu Kristínar opnuðust á föstudaginn: Sorgmædd þegar hún leit út um gluggann og sá hver kom út úr stigaganginum

Augu Kristínar opnuðust á föstudaginn: Sorgmædd þegar hún leit út um gluggann og sá hver kom út úr stigaganginum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjötugur og faðir í áttunda sinn

Sjötugur og faðir í áttunda sinn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndaveisla: Áhrifavaldar á næturvakt

Myndaveisla: Áhrifavaldar á næturvakt
Fókus
Fyrir 6 dögum

Birta Líf klæddi sig upp sem Gugga í gúmmíbát: „BIRTA, ERU ÞAU EKTA?!“

Birta Líf klæddi sig upp sem Gugga í gúmmíbát: „BIRTA, ERU ÞAU EKTA?!“