fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Kreppan í Venesúela er orðin verri en kreppan mikla

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. febrúar 2019 17:30

Peningaseðlar eru varla pappírsins virði í dag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjóðarframleiðslan í Venesúela hefur dregist meira saman en gerðist í kreppunni miklu á fjórða áratugnum. Venesúela á mestu olíubirgðir heims í jörðu en samt sem áður er efnahagur landsins rjúkandi rúst.

E24.no segir að miðað við tölur frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Eurasia Group sé hrun efnahags landsins meira en nokkru sinni hefur gerst í hinum stóru efnahagskreppum heimsins.

Frá 2015 hefur þjóðarframleiðsla í landinu dregist saman um 60 prósent. Til samanburðar þá dróst þjóðarframleiðslan saman um 18 prósent í Weimarlýðveldinu á fjórða áratugnum og um 24 prósent í Grikklandi þegar fjármálakreppan skall á 2008. Þegar kreppan mikla skall á Bandaríkjunum frá 1929 til 1933 dróst þjóðarframleiðslan saman um 29 prósent.

Efnahagshrunið í Venesúela á aðallega rætur að rekja til þeirrar staðreyndar að 96 prósent af útflutningstekjum landsins eru af olíu. Á velmegunarárunum, þegar olíuverð var hátt, var sú leið farin að flytja vörur inn í stað þess að framleiða þær. En um leið og olíuverð lækkaði dró úr getu landsins til að greiða fyrir erlendar vörur. Ríkissjóður er galtómur og fáir eða engir vilja lána landinu peninga. Á sama tíma hefur olíuframleiðslan dregist saman vegna skorts á nýjustu tækni og fjárfestingum.

Ofan á þetta bætist himinhá verðbólga sem veldur því að almenningur á ekki til hnífs eða skeiðar. Í stuttu máli sagt þá eru peningaseðlar landsins ekki meira virði en pappírinn sem þeir eru prentaðir á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?