fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Pressan

Sundlaugargestir stunduðu munnmök í gufubaðinu – „Þetta er óviðeigandi á almannafæri“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 6. febrúar 2019 06:59

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fimmta tímanum á mánudaginn þurfti lögreglan að bregðast við tilkynningu starfsfólks sundlaugar um að tveir menn hefðu verið staðnir að því að veita hvor öðrum munngælur í gufubaðsklefa sundlaugarinnar.

Þetta gerðist í sundlauginni í Viborg á Jótlandi í Danmörku. Lögreglan brást skjótt við að sögn Viborg Folkeblad og mætti fljótlega á staðinn. Þá var annar maðurinn á bak og burtu en hinn slapp ekki undan laganna vörðum.

Þar var 33 ára maður á ferð og hefur hann verið kærður fyrir blygðunarsemisbrot. Lögreglan vonast til að hafa uppi á hinum manninum með aðstoð upptaka úr eftirlitsmyndavélum sundlaugarinnar. Hann á einnig von á að verða kærður fyrir blygðunarsemisbrot.

Joan Kjær Andersen, yfirsundlaugarvörður, sagðist reið yfir þessu framferði mannanna.

„Þetta er óviðeigandi á almannafæri. Hér á fólk að geta verið án þess að það sé sært svo þetta er auðvitað eitthvað sem við getum ekki samþykkt hér. Þetta gerist sem betur fer ekki svo oft.“

Að vonum er óheimilt að setja upp eftirlitsmyndavélar í búningsklefum sundlaugarinnar og því hefur verið gripið til þess ráðs að auka viðveru starfsfólks í búningsklefunum á næstunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni