Jose Mourinho hefur samþykkt skilorðsbundinn dóm á Spáni fyrir að hafa svikið undan skatti þar í landi.
Mourinho skaut 3,3 milljónum evra undan skatti á Spáni þegar hann var þjálfari Real Madrid.
Skattayfirvöld á Spáni hafa farið mikinn í slíkum málum og hafa bæði Cristiano Ronaldo og Lionel Messi verið í klandri.
Málaferli Mourinho hafa staðið lengi yfir og dómarar farið vel yfir málið, hann þarf ekki að setjast í steininn.
Mourinho þarf að borga 1,9 milljón evra í sekt og fær eins árs skilorðsbundinn fangelsisdóm.
Hann mun því ekki þurfa að setjast á bak við lás og slá en sektina þarf hann að greiða.
Mourinho var rekinn frá Manchester Untied í desember og skoðar nú næstu möguleika sína í fótboltanum.
BREAKING: Jose Mourinho accepts one-year prison sentence for tax fraud in Spain but will not serve time in jail. #SSN pic.twitter.com/GnkxdZapGT
— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 5, 2019