fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

Bundinn um háls og beit gras sem fénaður

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 10. febrúar 2019 15:00

Helgi Ingjaldsson Leikinn af Karli Ágústi Úlfssyni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Gísla sögu Súrssonar kemur fyrir persónan Helgi Ingjaldsson eða Ingjaldsfíflið eins og hann var kallaður. Gísla saga hefur meira vægi í þjóðarsál Íslendinga en margar aðrar, enda var hún kennd í grunnskólum lengi og kvikmyndin Útlaginn er byggð á henni. Sagan gerist á Vestfjörðum og að einhverju leyti byggð á raunverulegum persónum og atburðum frá 10. öld en hún var rituð á þeirri 13.

Seint í sögunni er fjallað um komu Gísla til Hergilseyjar á Breiðafirði þar sem maður að nafni Ingjaldur bjó, með konu sinni Þorgerði, þrælum sínum og þroskaheftum syni sem hét Helgi. Þessi Helgi var kallaður Ingjaldsfífl og var mikill í vexti, „nær sem tröll.“ Í sögunni segir:

„Var afglapi sem mestur mátti vera og fífl; honum var sú umbúð veitt að raufarsteinn var bundinn við hálsinn og beit hann gras úti sem fénaður.“

Var hann einmitt við þessa iðju þegar Börkur hinn digri leitaði Gísla í eynni.

Í kvikmynd Ágústs Guðmundssonar, Útlaganum frá árinu 1981, lék Karl Ágúst Úlfsson Ingjaldsfíflið. Hann var þá nýútskrifaður úr Leiklistarskólanum. Þessi persóna hefur síðan verið sú þekktasta úr Gísla sögu, jafnvel þekktari en Gísli sjálfur sem var þó leikinn á dramatískan hátt af Arnari Jónssyni í kvikmyndinni.

Táknmynd fatlaðra

Í fyrstu hlógu margir en þegar árin liðu minnkuðu hlátrasköllin. Varð persónan eins konar táknmynd fyrir Íslendinga með þroskahömlun á fyrri tímum. Hóp sem var svo gott sem ósýnilegur. Helgi Ingjaldsson fékk ekki nema örfáar línur í sögunni og fáar mínútur á hvíta tjaldinu en þær skildu eitthvað eftir sig. Öllum sem sáu þetta var ljóst að nákvæmlega svona var komið fram við fatlað fólk á Íslandi öld eftir öld eftir öld. Helgi sjálfur var kannski ekki einu sinni til.

Meðferðin og niðurlægingin er síðan kórónuð í orðum manna Barkar hins digra:

„Gaman þykir oss að fíflinu og horfa á það, svo sem það ærlega getur látið.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli