fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fókus

Eitt þekktasta lag Pink var upphaflega samið fyrir aðra söngkonu

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 30. janúar 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lagið Get The Party Started frá árinu 2001 er einn þekktasti smellur söngkonunnar Pink og og er á annarri plötu hennar, Missundaztood, en hún seldist í 13 milljón eintökum á heimsvísu.

En lagið var upphaflega ekki ætlað fyrir Pink, heldur aðra þekkta söngkonu, enga aðra en Madonnu.

Höfundur og framleiðandi lagsins, Linda Perry, sagði frá þessu í viðtali við Rolling Stones um helgina.

Madonna

Lagið var fyrst sent til Madonnu, sem hafnaði því. „Ég sendi það til Madonnu, sem sagði pass. Viku seinna hringdi Alecia (Pink) í mig. Hún skildi eftir pínu klikkuð skilaboð um að hún myndi koma og finna mig ef ég hringdi ekki til baka.“

Perry sem er þekkt sem forsprakki kvennasveitarinnar 4 Non Blondes sagði að hún hefði talið að Pink væri ekki rétta söngkonan fyrir lagið. „Ég sá hvernig hún leit út, svona bling-bling stelpa og ég sagði: „Ég held að þú sért með ranga Lindu Perry.“

Linda Perry

Pink var hins vegar ákveðin í að vinna Perry á sitt band. Fór svo að Perry sendi lagið, sem hún var nýbúin að semja til Pink. Lagið sem er orðið 18 ára gamalt fór í 4. sæti á Billboard Hot 100 listanum og varð gullplata í Bandaríkjunum.

Perry segir að Pink hafi unnið hylli sína með hæfileikum hennar og hæversku. „Hún er frábær. Ég sagði við hana að platan myndi slá í gegn. Pink bara hló að mér, en ég stóð fast á því að hún myndi breyta öllu fyrir hana í bransanum. Pink trúði mér ekki. En það kom á daginn að ég hafði rétt fyrir mér.“

Pink er ein af mest seldu tónlistarmönnum heims, með yfir 40 milljónir platna og 50 milljónir laga seld á heimsvísu.

Lagið samdi Perry upphaflega hálfpartinn í gríni til að láta reyna á upptökugræjurnar. „Ég hringdi svo í útgefandann minn og sagðist vera búin að semja hittara.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife