fbpx
Laugardagur 18.október 2025
Fókus

Sigga Dögg vill að blæðingar hætti að vera feimnismál – „Við erum ekki að segja við sæðisframleiðendur „ég er viss um að þú ert fúll af því að þú hefur ekki brundað í smátíma“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 29. janúar 2019 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigga Dögg kynfræðingur birti myndir á Instagram af tíðablóði, dömubindum og túrtöppum og í texta sem hún skrifar með segir hún að það sé löngu kominn tími til að hætta að pukrast með blæðingar.

Þetta er tíðablóð.
Nei það er ekki blátt eins og í auglýsingum. Við blæðum ekki Ajax gluggaspreyi eða frostvökva.
Og það getur verið í mismunandi formi og mismunandi litum.

Og nei það er ekki líter á dag sem blæðir hjá okkur, meira eins og í eitt glas (magnið getur verið mismunandi milli blæðara).

Af hverju erum við enn þá að fela túrtappa og dömubindi þegar við þurfum að skipta um slíkt á almenningsstöðum?

Af hverju eru blæðingar enn þá „viðkvæmt“ „kvenna“ mál?

Af hverju erum við enn þá að nota blæðingabrandara um „þessi tími mánaðarins?“ Það er ekki eins og við séum að segja við sæðisframleiðendur „ég er viss um að þú ert fúll af því að þú hefur ekki brundað í smátíma ha? Frekar spes ekki satt?

Fólk er pirrað, sumir meira en aðrir. Sumir af því þeim blæðir, aðrir, ég veit það ekki, lífið?

Og

Ég trúi á að nota ljósmyndir við kynfræðslu. Ég skil að teikningar eru krúttlegar. Þær eru það. Og þær geta verið skemmtilegar. En þegar kemur að kynfræðslu, getum við þá notað ljósmyndir?

Við hvað erum við hrædd? Það er árið 2019 og eins og sagt er um dauðann, þá getur allt breyst á augabragði og hvers vegna erum við þá enn þá að forðast raunveruleikann?

Ég trúi á kraft hins raunsanna og kraft þess að segja sannleikann, óinnpakkaðan, en stundum með smá glimmer dreift yfir. Og þú getur gert það líka. Sýnum blæðingavörur og myndir af þeim eins og þær eru í alvörunni. Án þess að þær lykti eins og þær lykta í alvörunni. Skilurðu?

Þannig að þegar þú ert að tala um blæðingar, af hverju ekki að sýna alvöru túrtappa/álfabikara/dömubindi/túrbrækur?

Getum við byrjað að fagna blæðingum?

https://www.instagram.com/p/BtDxm0ng1X1/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fann gróft klám í tölvunni og ásakaði son sinn – „En svo áttaði ég mig á sannleikanum“

Fann gróft klám í tölvunni og ásakaði son sinn – „En svo áttaði ég mig á sannleikanum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Britney Spears birtir óræð skilaboð eftir að fyrrverandi opnaði sig um ógnvekjandi hegðun

Britney Spears birtir óræð skilaboð eftir að fyrrverandi opnaði sig um ógnvekjandi hegðun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fjölskyldufaðir missti 63 kíló á rúmu ári án lyfja eða aðgerðar – Svona fór hann að því

Fjölskyldufaðir missti 63 kíló á rúmu ári án lyfja eða aðgerðar – Svona fór hann að því
Fókus
Fyrir 3 dögum

Barnsfaðir Britney Spears lýsir ógnvekjandi reynslu sona þeirra – Starði á þá sofa með hníf í hendinni

Barnsfaðir Britney Spears lýsir ógnvekjandi reynslu sona þeirra – Starði á þá sofa með hníf í hendinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ómar og Eva Margrét gengin í það heilaga

Ómar og Eva Margrét gengin í það heilaga
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafnaði föstu hlutverki í Saturday Night Live – Þetta er ástæðan

Hafnaði föstu hlutverki í Saturday Night Live – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stóra eftirsjá Al Pacino – Diane Keaton var ástin í lífi hans

Stóra eftirsjá Al Pacino – Diane Keaton var ástin í lífi hans
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nýjar vendingar í skilnaðardrama ársins

Nýjar vendingar í skilnaðardrama ársins