fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
433Sport

Leikmaður Tottenham handtekinn á heimili sínu: Sakaður um að ráðast á kærustu sína

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 16. janúar 2019 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Serge Aurier bakvörður Tottenham var handtekinn á heimili sínu á laugardag, ástæðan var sú að hann var sakaður um ráðast á kærustu sína.

Aurier býr í Hertfordshire ásamt Hencha Voigt og fimm mánaða barni þeirra.

Lögreglan var kölluð til vegna óláta sem bárust frá húsinu og var Aurier handtekinn á staðnum.

Aurier er 26 ára gamall og er frá Fílabeinsströndinni en honum var sleppt eftir yfirheyrslur, hann harðneitar að hafa ráðist á unnustu sína.

Aurier var sökum málsins ekki í leikmannahópi Tottenham gegn Manchester United á sunnudag en félagið veit af málinu.

Voigt er 31 árs gömul og er módel í Bandaríkjunum en Aurier kom til Tottenham sumarið 2017 frá PSG í Frakklandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arsenal vill verðlauna hann með nýjum samningi

Arsenal vill verðlauna hann með nýjum samningi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Leicester aftur í úrvalsdeildina eftir slæmt tap Leeds

Leicester aftur í úrvalsdeildina eftir slæmt tap Leeds
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Svona hyggst Barcelona afla hátt í 35 milljarða í sumar – Manchester United gæti hjálpað til

Svona hyggst Barcelona afla hátt í 35 milljarða í sumar – Manchester United gæti hjálpað til
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum