fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fókus

Reykskynjari hefði getað bjargað lífi þeirra

Hreiðar, Ingibjörg og Leon Örn létust 6 mánuðum eftir að myndin var tekin

Kristín Clausen
Fimmtudaginn 22. desember 2016 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Lífið eins og við þekktum það gjörbreyttist á einni nóttu.“ Þetta segir Elísa Ósk Línadóttir um hörmulegan eldsvoða sem kostaði bróður hennar, Hreiðar Snær, eiginkonu hans, Ingibjörgu Eddu, og tveggja ára son þeirra, Leon Örn, lífið.

Nóttin sem allt breyttist

Slysið varð aðfaranótt 4. desember 2002 en talið er að kviknað hafi í út frá kertaskreytingu. Elísa segir að reykskynjari hefði mögulega getað bjargað lífi þeirra en hann var ekki að finna í íbúðinni.

Elísa sem er 27 ára gömul í dag var 12 ára þegar eldsvoðinn varð. Hún og vinur hjónanna voru síðustu til að sjá þau á lífi nokkrum klukkustund áður en eldsvoðinn varð. Þá var kveikt á fullt af kertum í íbúðinni sem var á neðri hæð hússins þar sem Elísa og foreldrar hennar bjuggu.

Eldri sonur hjónanna vaknaði sjálfur og bjargaðist en eldurinn kom upp um klukkan 2 um nóttina. Þau urðu eldsins vör 45 mínútum síðar.

Biðlar til fólks að fara varlega
Elísa Ósk Biðlar til fólks að fara varlega

Mynd: Úr einkasafni

„Ég var bara nýsofnuð þegar mamma kom og vakti mig en hún og pabbi vöknuðu við öskur í bróður mínum og höfðu farið út til að athuga hvað væri á seyði.“

Fyrir utan húsið sáu þau son sinn nánast meðvitundarlausan á tröppunum. Hreiðar sagði mömmu sinni að fjölskylda hans væri enn inni og að honum hefði ekki tekist að koma eldri stráknum út. Hann væri enn í forstofuganginum.

„Mamma sótti eldri strákinn. Hún þurfti að skríða inn á fjórum fótum til að sækja hann. Hún hætti næstum því við en heyrði smá hljóð í honum sem varð til þess að hún fór inn. Mamma var svo að sinna litla og sá því ekki þegar bróðir minn fór aftur inn í íbúðina. Enda datt henni ekki til hugar að hann gæti það, segir Elísa og bætir við.

„Hreiðar fór aftur inn til að sækja Ingibjörgu og yngri strákinn. Þar kláraðist þrekið og hann kom aldrei aftur út á lífi.“

Förum varlega

Líkt og áður hefur komið fram þá var kveikt af mikið af kertum í íbúðinni kvöldið örlagaríka.

„Talið er að annað hvort hafi gleymst að slökkva á kerti eða það hafi farið glóð í sófann þegar slökkt var á kertunum og eldur kviknað út frá glóðinni. Eldurinn var staðbundinn í stofunni og var í raun og veru ekki mikill. Þau dóu úr reykeitrun.“

Hér að neðan má sjá frumsamið lag eftir Anton Lína, eldri son hjónanna.

Elísa vill koma því skýrt á framfæri að frásögn hennar er alls ekki áróður gagnvart kertum. Hún sjálf kveikir oft á kertum og er mikil kertakona. Engu að síður þá er mikilvægt að þekkja hættuna sem getur stafað af kertum með því markmiði að enginn fjölskylda upplifi harmleikinn sem fjölskylda hennar hefur gengið í gegnum.

„Mér blöskra fréttir nánast hvern einasta dag um eldsvoða í heimahúsum nú í desember. Verum skynsöm, förum varlega og höfum eldvarnir í lagi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hópefli Vitringanna þriggja fór úr böndunum – „Þú sagðir mér í gær að Færeyingar eru svo kúrteisir“

Hópefli Vitringanna þriggja fór úr böndunum – „Þú sagðir mér í gær að Færeyingar eru svo kúrteisir“
Fókus
Fyrir 3 dögum

María Sigrún á batavegi en enn er töluvert eftir – „Ég hlakka svo til að geta beygt bæði hnén aftur“

María Sigrún á batavegi en enn er töluvert eftir – „Ég hlakka svo til að geta beygt bæði hnén aftur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Wintour leitar að eftirmanni sínum

Wintour leitar að eftirmanni sínum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Iceland Eclipse Festival kynnir fyrstu nöfn – Menningar- og Vísindahátíð undir almyrkva á sólu

Iceland Eclipse Festival kynnir fyrstu nöfn – Menningar- og Vísindahátíð undir almyrkva á sólu
Fókus
Fyrir 6 dögum

,,Þetta var algjört brjálæði” – „Okkur leið eins og við værum að tapa í stríði fyrir þjóðina okkar“

,,Þetta var algjört brjálæði” – „Okkur leið eins og við værum að tapa í stríði fyrir þjóðina okkar“
Fókus
Fyrir 1 viku

Er Trump að takast að losna við frægustu spjallþáttastjórnendur Bandaríkjanna?

Er Trump að takast að losna við frægustu spjallþáttastjórnendur Bandaríkjanna?