Uppselt er á báðar uppistandssýningar Ara Eldjárn í Háskólabíói í kvöld. Ari hélt þar tvær sýningar í gærkvöldi fyrir fullu húsi en sýningin heitir Áramótaskop og í henni gerði grínistinn upp hið stórfurðulega ár 2016; Panamaskjölin, Framsóknarflokkinn, Donald Trump og Justin Bieber.