fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Flugvél flugfélagsins Ernis kyrrsett vegna milljónaskuldar

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. janúar 2019 07:55

Dornier vél Ernis hefur verið kyrrsett á Reykjavíkurflugvelli. Mynd:Flugfélagið Ernir/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Isavia hefur kyrrsett Dornier skrúfuvél flugfélagsins Ernis á Reykjavíkuflugvelli. Þetta er gert vegna skuldar flugfélagsins á þjónustugjöldum. Vélin var kyrrsett í fyrradag. Ernir greiðir Isavia yfirflugsgjöld og leigu vegna aðstöðu í flugstöðvum.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Ernir heldur uppi áætlunarflugi frá Reykjavík til Vestmannaeyja, Hornafjarðar, Húsavíkur, Bíldudals og Gjögurs. Fréttablaðið hefur eftir Herði Guðmundssyni, eiganda Ernis, að fyrirtækið skuldi um það bil eins árs þjónustugjöld eða 98 milljónir króna.

Hann sagði að skuldin hefði safnast upp sem fyrirtækið hefði átt erfitt með að greiða þar sem lítið svigrúm væri í flugrekstri þessa dagana.

Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, vildi ekki staðfesta upphæð skuldarinnar við Fréttablaðið en sagði að um lokaúrræði hafi verið að ræða hjá Isavia.

Dornier vélin er stærsta vél Ernis hún tekur 32 farþega og var tekin í notkun í desember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“
Fréttir
Í gær

Níu gistu fangageymslur í nótt

Níu gistu fangageymslur í nótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni