fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Sport

Liðið sem Zidane vill forðast í 16-liða úrslitunum

Dregið í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar á mánudag

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 9. desember 2016 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir spá því að Real Madrid verði fyrsta liðið til að verja Meistaradeildartitilinn í knattspyrnu, enda hefur liðið spilað vel undir stjórn Zinedine Zidane á tímabilinu.

Real bar sigurorð af Atletico Madrid í úrslitaleik keppninnar í fyrra eftir vítaspyrnukeppni. Dregið verður í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar á mánudag og þar gæti Real, sem lenti í öðru sæti í sínum riðli, mætt nokkrum sterkum mótherjum. Eitt er þó lið sem Zinedine Zidane vill helst af öllu forðast að mæta.

„Ég hef ekki leitt hugann sérstaklega að drættinum. Ég vildi toppsætið og við gerðum allt sem við gátum til að landa því,“ sagði Zidane eftir 2-2 jafnteflið gegn Dortmund í vikunni. Þegar hann var spurður hvort hann vildi forðast eitthvað lið í drættinum á morgun, sagði Frakkinn:

„Við sjáum hvað setur. Ég vil ekki mæta Juventus af tveimur ástæðum en það er ekki í okkar höndum hvað gerist,“ sagði Zidane en önnur ástæðan er líklega sú að hann lék lengi vel með Juventus áður en hann gekk í raðir Real Madrid. Hin ástæðan er líklega sú að Juventus-liðið er geysilega vel mannað og þá sérstaklega í öftustu víglínu.

Þess má geta að auk Juventus gæti Real Madrid dregist gegn Arsenal, Napoli, Monaco og Leicester.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Birti svakalega mynd og sannar það að hann er í sturluðu formi – Sjáðu hvað hann birti

Birti svakalega mynd og sannar það að hann er í sturluðu formi – Sjáðu hvað hann birti