fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Fékk sér gullsteik og fær svakalega sekt: ,,Til fjandans með móður ykkar, ömmur og alla fjölskylduna“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 7. janúar 2019 09:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franck Ribery, leikmaður Bayern Munchen, er í vetrarfríi þessa stundina og skellti sér á veitingastað í eigu Salt Bae. Salt Bae er þekktur í veitingabransanum en hann hefur tekið á móti fjölmörgum stjörnum síðustu ár.

Ribery keypti sér gullsteik sem kostaði hann þúsund pund sem er gríðarlega há upphæð.

Hann fékk í kjölfarið mikla gagnrýni fyrir þessa peningaeyðslu og segir fólk að peningarnir gætu verið notaðir til að gera góðverk.

Ribery brjálaðist eftir að hafa séð fólk gagnrýna hans lífstíl og setti inn langar færslur á Twitter.

,,Byrjum á öfundsjúka og reiða fólkinu sem kom í heiminn því smokkurinn rifnaði,“ sagði Ribery á meðal annars.

FC Bayern ætlar að sekta Ribery fyrir þessi ummæli en félagið er ekki ánægt með hvernig leikmaðurinn hraunði yfir allt og alla.

,,Til fjandans með móður ykkar, ömmur og alla fjölskylduna. Ég skulda ykkur ekki neitt.“

,,Árangurinn sem ég hef náð er Guði að þakka, sjálfum mér, fjölskyldu og vinum sem höfðu trú á mér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ten Hag gæti verið að fá starfið þar sem hann blómstraði – Heitinga rekinn

Ten Hag gæti verið að fá starfið þar sem hann blómstraði – Heitinga rekinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“