fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Þetta eru hættulegustu lönd heims – Ísland á listanum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. janúar 2019 07:03

Frá Vanúatú. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvar er hættulegast að vera með tilliti til náttúruhamfara á borð við jarðskjálfta, flóðbylgjur, fellibylji, eldgos, þurrka og flóð. Sumir staðir á jörðinni er hættulegri en aðrir hvað varðar náttúruhamfarir þar sem jafnræðis var greinilega ekki gætt við sköpun jarðarinnar. En hver skyldi vera hættulegasti staður jarðarinnar hvað náttúruhamfarir varðar?

Samkvæmt áhættumatslista fyrir ríki heimsins, sem nokkrir áhugahópar og samtök hafa gert í samvinnu við vísindamenn í Bochum í Þýskalandi, þá er eyjan Vanúatú í Kyrrahafi hættulegasti staður heims. Þar búa um 220.000 manns mjög afskekkt því 1.750 km eru til næstu nágranna sem eru í Ástralíu.

Ísland er á listanum en hins vegar meðal neðstu ríkja eða í 167. sæti af 172.

Við gerð áhættumatsins var tekið tillit til ýmissa þátta, þar á meðal hversu lengi þarf að bíða eftir aðstoð ef til hamfara kemur, hversu margir íbúar geta af sjálfsdáðum komið sér í öruggt skjól og hvernig staða drykkjarvatns verður ef til hamfara kemur. Þessi atriði og mörg önnur eru afgerandi hvað varðar líf og dauða þegar náttúruhamfarir verða.

Samkvæmt nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum hefur náttúruhamförum fjölgað töluvert á undanförnum áratugum. Frá 1997 til 2017 létust um 1,3 milljónir manna í náttúruhamförum og 4,4 milljónir meiddust eða misstu allt sitt og þar með lífsviðurværið. Að sögn SÞ eru það aðallega náttúruhamfarir af völdum loftslagsbreytinga sem hafa færst í aukana.

Náttúruhamfarir eru dýrkeyptar á allan hátt, bæði í mannslífum og fjárhagslega. Samkvæmt uppgjöri frá Swiss Re var kostnaður tryggingafélaga vegna náttúruhamfara á síðasta ári sem svarar til um 3.600 milljarða íslenskra króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Í gær

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“