fbpx
Laugardagur 27.september 2025
Pressan

Þetta eru hættulegustu lönd heims – Ísland á listanum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. janúar 2019 07:03

Frá Vanúatú. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvar er hættulegast að vera með tilliti til náttúruhamfara á borð við jarðskjálfta, flóðbylgjur, fellibylji, eldgos, þurrka og flóð. Sumir staðir á jörðinni er hættulegri en aðrir hvað varðar náttúruhamfarir þar sem jafnræðis var greinilega ekki gætt við sköpun jarðarinnar. En hver skyldi vera hættulegasti staður jarðarinnar hvað náttúruhamfarir varðar?

Samkvæmt áhættumatslista fyrir ríki heimsins, sem nokkrir áhugahópar og samtök hafa gert í samvinnu við vísindamenn í Bochum í Þýskalandi, þá er eyjan Vanúatú í Kyrrahafi hættulegasti staður heims. Þar búa um 220.000 manns mjög afskekkt því 1.750 km eru til næstu nágranna sem eru í Ástralíu.

Ísland er á listanum en hins vegar meðal neðstu ríkja eða í 167. sæti af 172.

Við gerð áhættumatsins var tekið tillit til ýmissa þátta, þar á meðal hversu lengi þarf að bíða eftir aðstoð ef til hamfara kemur, hversu margir íbúar geta af sjálfsdáðum komið sér í öruggt skjól og hvernig staða drykkjarvatns verður ef til hamfara kemur. Þessi atriði og mörg önnur eru afgerandi hvað varðar líf og dauða þegar náttúruhamfarir verða.

Samkvæmt nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum hefur náttúruhamförum fjölgað töluvert á undanförnum áratugum. Frá 1997 til 2017 létust um 1,3 milljónir manna í náttúruhamförum og 4,4 milljónir meiddust eða misstu allt sitt og þar með lífsviðurværið. Að sögn SÞ eru það aðallega náttúruhamfarir af völdum loftslagsbreytinga sem hafa færst í aukana.

Náttúruhamfarir eru dýrkeyptar á allan hátt, bæði í mannslífum og fjárhagslega. Samkvæmt uppgjöri frá Swiss Re var kostnaður tryggingafélaga vegna náttúruhamfara á síðasta ári sem svarar til um 3.600 milljarða íslenskra króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjórtán ára stúlka lést eftir að hafa farið í brjóstastækkun – Pabbi hennar krefst rannsóknar

Fjórtán ára stúlka lést eftir að hafa farið í brjóstastækkun – Pabbi hennar krefst rannsóknar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofsahræðsla greip um sig eftir stórfurðulega hegðun flugfarþega

Ofsahræðsla greip um sig eftir stórfurðulega hegðun flugfarþega
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegt myndband sýnir þegar hótelgestir áttu fótum sínum fjör að launa

Óhugnanlegt myndband sýnir þegar hótelgestir áttu fótum sínum fjör að launa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvíta húsið telur að slökkt hafi verið á rúllustiganum viljandi – Sjáðu myndbandið

Hvíta húsið telur að slökkt hafi verið á rúllustiganum viljandi – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump hafður að háði – Sagðist hafa stillt til friðar í stríði landa sem áttu ekki í átökum

Trump hafður að háði – Sagðist hafa stillt til friðar í stríði landa sem áttu ekki í átökum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Evrópureisa elgsins Emils á enda – vonir standa til að samfélagsmiðlastjarnan setjist nú í helgan stein

Evrópureisa elgsins Emils á enda – vonir standa til að samfélagsmiðlastjarnan setjist nú í helgan stein
Pressan
Fyrir 5 dögum

Spjallmenni taldi sig vera að ræða við barn og sagði því að myrða föður sinn og skera undan sér

Spjallmenni taldi sig vera að ræða við barn og sagði því að myrða föður sinn og skera undan sér
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Þýskalandi þegar ökumaður og tvö börn brunnu inni í Teslu

Harmleikur í Þýskalandi þegar ökumaður og tvö börn brunnu inni í Teslu