fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fókus

„Get ímyndað mér að golfarinn sem er með flottasta sixpackið fær ekki boð í mót bara út frá því“

Auður Ösp
Mánudaginn 28. nóvember 2016 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég þekki þetta auðvitað ekki alveg karla megin, en ég get ímyndað mér að golfarinn sem er með flottasta sixpackið fær ekki boð í mót bara út frá því, eða út frá fjölda aðdáenda,“segir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR í samtali við DV.is. Ólafía heldur úti aðgang á Instagram og á Facebook en hún telur að val á kvenkyns keppendum á stórmót erlendis ráðist að talsverðu leyti á fjölda fylgjenda á samfélagsmiðlum. Margir af keppinautum hennar grípi jafnvel til þess ráðs að birta af sér djarfar myndir í þeirri von að ala á vinsældum.

Ólafía á glæstan feril að baki í golfheiminum en hún varð í lok október fyrsti íslenski kylfingurinn til þess að tryggja sér keppnisrétt á bandarískri atvinnumótaröð. Þá vann hún sér inn keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni í lok síðasta árs. en hún er aðeins önnur íslenska konan sem nær inn á mótaröð þeirra bestu í Evrópu. Hefur hún fengið tækifæri á sjö mótum það sem af er tímabilinu og er í 108. sæti á peningalista mótaraðarinnar. Á dögunum tók Ólafía þátt í Fatima Bint Mubarak mótinu í Abu Dhabi en mótið er hluti af LET Evrópumótaröð atvinnukvenna sem er sterkasta mótaröð Evrópu. Hún nefnir sem dæmi að í byrjun desember fer fram lokamótið á Evrópumótaröðinni í Dubai og á llista yfir svokölluð „sponsor invitations“ eru 11 boð.

Mynd/úr einkasafni.
Mynd/úr einkasafni.

„Það eru þrjár „ofurskutlur“ og vinsælar á samfélagsmiðlunum í Dubai mótinu, og þær eru ekki að keppa á Evrópumótaröðinni. Tvær af þeim eru ekki inná heimslistanum, og ein þeirra er í kringum 1100 á listanum. Ég frétti að Brittany Lincicome númer 38 í heiminum fékk nei varðandi boð í þetta mót. Það var búið að segja mér að ég ætti mjög góða möguleika á boði í þetta mót útaf góðum árangri mínum í Abu Dhabi. En ég fékk síðan líka nei, og ég þurfti virkilega á þessu móti að halda til að halda keppnisrettinum mínum fyrir næsta ár.

„Það er óánægja meðal leikmanna á mótaröðinni með hversu mörg pláss eru notuð í svona „boð“. Þess í stað ætti að leyfa þeim sem unnu sér rétt á mótaröðinni að spila. Ég er núna sjöunda á biðlista í mótinu með fullan keppnisrétt. Ef sponsorarnir fengju bara þrjú boðssæti væri ég til dæmis inní mótinu.“

Mynd/úr einkasafni.
Mynd/úr einkasafni.

Ólafía segir þekkt innan golfheimsins að sömu einstaklingarnir fái líka boð aftur og aftur. Hún bætir þó við að ekki sé beint hægt að kenna Evrópumótaröðinni um, heldur ráði markaðsöflin fyrst og fremst. „Þetta eru mótshaldararnir sem ráða, þeir setja pening í mótið og fá að velja spilara í mótið sitt.

„Ég verð kanski aðeins að fara að taka mig á í samfélagsmiðlunum. En ég mun samt aldrei fara svo langt að sitja fyrir í einhverjum nektarmyndatökum. Í mesta lagi íþróttamyndir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dramatíska þyngdartapið sem vakti óhug og varð til þess að þjálfari hætti

Dramatíska þyngdartapið sem vakti óhug og varð til þess að þjálfari hætti
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona lítur barnastjarnan út 10 árum eftir að hann sló í gegn

Svona lítur barnastjarnan út 10 árum eftir að hann sló í gegn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Léttist um tæp 60 kíló í Biggest Loser en það átti eftir að kosta hann mikið

Léttist um tæp 60 kíló í Biggest Loser en það átti eftir að kosta hann mikið