fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fókus

Heimir ósáttur: „Eru einfaldlega ekki góðar manneskjur“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Sunnudaginn 27. nóvember 2016 20:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Saga Donnu Cruz sem flutti til Íslands frá Filippseyjum ásamt fjölskyldu sinni hefur vakið mikla athygli. Hún var fjögurra ára þegar foreldrar hennar settust að hér á landi. Hún segir börn innflytjenda upplifa sig minna virði í samfélaginu en jafnaldrar þeirra. Donna hefur slegið í gegn á Snapchat en hún greinir frá því að hún hafi fengið nokkurn fjölda skilaboða sem snýr að uppruna hennar og sýnir fordóma í garð innflytjenda.

Ein skilaboð sem sýnd eru í frétt Vísis segir notandi að nafni Sylvía við Donnu:

„Þú ert ekkert fyndin, hræðilega ljót og hver nennir að horfa á grjón tala um ekki neitt. Hættu bara, deletaðu snappinu þínu, þú ert ógeð.“

Donna tók þátt í Ungfrú Ísland á þessu ári og fékk hatursfull skilaboð í kjölfarið
Donna tók þátt í Ungfrú Ísland á þessu ári og fékk hatursfull skilaboð í kjölfarið

Donna segir að innflytjendur skíri börn sín oft íslenskum nöfnum til að reyna að sleppa við fordóma.

„Sama hversu lengi ég eða einhver manneskja er búin að búa á Íslandi, ef við lítum ekki íslensk út þá erum við allt í einu ekki íslensk. Það er bara svo leiðinlegt að þetta þurfi að vera svona á Íslandi sem er pínulítið land þar sem fullt af útlendingum búa. Af hverju er þetta enn þá til? Af hverju er þetta enn þá mál?“

Heimir ósáttur

Heimir Karlsson annar stjórnandi Íslandi í bítið tjáir sig um fréttina. Hafa stutt skrif hans vakið mikla athygli. Heimi er mikið niðri fyrir en hann segir:

„Ég get ekki sætt mig við fólk með kynþáttafordóma. Kynþáttafordómar eru ekki ,,skoðun“.“

Ein skilaboð af mörgum sem Donna hefur fengið
Ein skilaboð af mörgum sem Donna hefur fengið

Þá segir Heimir að ekki sé hægt að halda fram lengur, á tímum upplýst samfélags að kynþáttafordómar séu byggðir á þekkingarleysi. Sú afsökun sé ekki lengur tekin gild.

„Því segi ég að þeir sem eru kynþáttafordómafullir eru bara einfaldlega ekki góðar manneskjur.“

Hér má sjá viðtal Stöðvar 2 við Donnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Sydney Sweeney svarar fyrir sig – Segir aðallega konur gagnrýna hana

Sydney Sweeney svarar fyrir sig – Segir aðallega konur gagnrýna hana
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er bara með þetta uppáskrifað frá Kristrúnu Frosta. Vertu ekki að æsa þig yfir þessu“

„Ég er bara með þetta uppáskrifað frá Kristrúnu Frosta. Vertu ekki að æsa þig yfir þessu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hanna Kristín og Atli Freyr orðin hjón

Hanna Kristín og Atli Freyr orðin hjón
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ástarævintýri Katy Perry og Justin Trudeau á enda?

Ástarævintýri Katy Perry og Justin Trudeau á enda?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“