fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Pressan

Mikill fjöldi dæmdra hryðjuverkamanna losnar fljótlega úr evrópskum fangelsum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 17. desember 2018 20:30

Hryðjuverk í París. Mynd úr safni. Mynd:Skjáskot af YouTube.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um 1.500 manns afplána nú fangelsisdóma víða í Evrópu fyrir hryðjuverk. Stór hluti þeirra er nú að ljúka afplánun sinni og losnar því fljótlega og kemst út í samfélagið á nýjan leik.

Aftonbladet skýrir frá þessu á grunni upplýsinga frá sænsku öryggislögreglunni Säpo. Öryggislögreglan segir að um 1.500 manns afpláni nú refsingar fyrir hryðjuverk í Evrópu og reikna megi með að sú staðreynd að margir þeirra verða brátt látnir lausir muni valda lögreglunni í mörgum Evrópuríkjum miklum vanda.

Blaðið hefur eftir Magnus Ranstorp, sem er helsti sérfræðingur Norðurlanda í málefnum hryðjuverkasamtaka og hryðjuverkamanna, að vandinn sé að einstaklingar, sem þessir, leiti oft aftur í sitt gamla umhverfi og séu tilbeðnir eins og rokkstjörnur þar. Það geti því vel gerst að þeir byrji strax að undirbúa fleiri hryðjuverk.

Säpo telur að koma verði fram við þessa einstaklinga eins og þá sem hafa farið til átakasvæða til að berjast með öfgasamtökum á borð við Íslamska ríkið. Sumir þeirra vilji halda lífi sínu áfram, aðrir séu orðnir enn öfgasinnaðri eftir fangelsisdvölina en hluti sé illa farinn andlega og þarfnist hjálpar.

Í skýrslu, sem Säpo, gerði á síðasta ári kom fram að mörg þúsund ofbeldissinnaðir íslamistar búa í Svíþjóð og að á undanförnum árum hafi mikil aukning orðið á öfgasinnuðum og ofbeldisfullum íslamistum í landinu. Flestir þessara einstaklinga eru í Stokkhólmi, Gautaborg, Malmö og Örebro.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ónæmi gegn ofurbakteríum getur kostað 220 milljarða árlega

Ónæmi gegn ofurbakteríum getur kostað 220 milljarða árlega
Pressan
Fyrir 3 dögum

Neikvæðar hugsanir eru slæmar fyrir líkamann

Neikvæðar hugsanir eru slæmar fyrir líkamann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svefnsérfræðingar segja að þessi svefnstelling geti verið skaðleg

Svefnsérfræðingar segja að þessi svefnstelling geti verið skaðleg
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fólk sem nær 100 ára aldri á margt sameiginlegt – Þar á meðal að þjást af færri sjúkdómum

Fólk sem nær 100 ára aldri á margt sameiginlegt – Þar á meðal að þjást af færri sjúkdómum