fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fókus

„Þetta var mín ákvörðun og ég tók hana burt séð frá því hvað aðrir hugsuðu eða sögðu.“

Ingibjörg Eyfjörð 25 ára segir engum koma það við hvers vegna hún lét taka sig úr sambandi

Ritstjórn DV
Laugardaginn 5. nóvember 2016 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„En, ég þarf ekki að útskýra þetta fyrir neinum, ég þarf ekki að koma með afsakanir til að réttlæta það afhverju ég tók þessa ákvörðun…Sannleikurinn er sá að ég heiti Ingibjörg Eyfjörð, ég er 25 ára gömul fullkomlega heilbrigð (svona nokkurnveginn allavegana) kona. Og við fæðingu yngra barnsins míns lét ég taka mig úr sambandi.“

Þetta skrifar Ingibjörg Eyfjörð tveggja barna móðir á bloggsíðuna Öskubuska.is. Ingibjörg segist ekki eiga að þurfa að útskýra ákvörðun sína fyrir neinum. „Eða jú, þar sem að heilbrigðiskerfið okkar gengur út frá því að fullorðnar konur séu ekki færar um að taka ákvarðanir um sinn líkama og sitt líf útaf því að “þær gætu viljað þetta seinna meir” þá þurfti ég að úskýra mitt mál og mína ákvörðun fyrir ljósmóður og lækni. Sem ég gerði,“ bætir hún við.

„Ástæðurnar skipta engu, hvernig meðgöngurnar eða fæðingarnar voru skiptir engu. Það eina sem skiptir máli er að þetta var mín ákvörðun og það að ég tók hana burt séð frá því hvað aðrir hugsuðu eða sögðu. Það breytir því samt ekki að í þessi fáu skipti sem þessi ákvörðun hefur borið á góma finn ég fyrir fordómum, hneikslun jafnvel, og þá aðallega frá eldri kynslóðunum,“ heldur Ingibjörg áfram. Hún segir að hún sé ung þá viti hún að hún að hana langi ekki í fleiri börn. Hana hafi í raun aldrei langar í börn þó vissulega elski hún börnin sín.

„Það er ekkert sem ég myndi ekki gera fyrir þau og þeirra hamingju, og barnauppeldi og allt barnatengt er búið að taka yfir lífið mitt. En það er ekki þar með sagt að mér þurfi að langa í fleiri börn, ég á tvö gullfalleg og yndisleg börn og það er nóg fyrir mig og mína fjölskyldu,“ skrifar Ingibjörg og endar pistilinn á þessari yfirlýsingu:

„Sannleikurinn er sá, að ég heiti Ingibjörg Eyfjörð. Ég er 25 ára heilbrigð og ólýsanlega hamingjusöm kona og við fæðingu yngra barnsins míns lét ég taka mig úr sambandi. Og hvað með það?“

Bloggfærsluna í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Lagður inn á sjúkrahús eftir dularfull veikindi

Lagður inn á sjúkrahús eftir dularfull veikindi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fundu gleðina aftur á Íslandi eftir röð dauðsfalla

Fundu gleðina aftur á Íslandi eftir röð dauðsfalla
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig