fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fókus

Hvað varð um Hotch? Aðdáendur Criminal Minds fengu loksins svarið í gær

Höfðu beðið eftir upplýsingum um hvarfið vikum saman

Kristín Clausen
Fimmtudaginn 17. nóvember 2016 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkrum vikum eftir að Thomas Gibson, í hlutverki AAron Hotch, hvarf sporlaust af sjónvarpsskjánum í bandarísku sjónvarpsþáttunum Criminal Minds fengu aðdáendur þáttarins loks upplýsingar um hvað varð um hann.

**Ef þú vilt ekki vita hver örlög Hotch eru þá skaltu ekki lesa lengra.

Í ágúst bárust þær fregnir að Gibson hefði verið rekinn eftir að honum lenti saman við einn af framleiðendum þáttarins á tökustað í Los Angeles.

Nokkrum dögum eftir atvikið gaf Gibson frá sér yfirlýsingu þess efnis að hann sæi eftir hegðun sinni sem hefði orsakað brottrekstur hans.

Hafði verið með frá upphafi

Glæpaþátturinn Criminal Minds fjallar um störf atferlisgreiningardeildar bandarísku alríkislögreglunnar. Gibson hafði verið einn aðalleikari þáttanna frá upphafi.

Aðdáendur þáttarins voru látnir bíða í nokkrar vikur eftir að heyra hvað raunverulega varð um hinn brúnaþunga Hotch sem hvarf mjög skyndilega af sjónarsviðinu.

Í gærkvöldi greindi samstarfsmaður Hotch, David Rossi, teyminu þeirra frá því að hann hefði fengið símtal frá Hotch.

Með öndina í hálsinum

Allir biðu með öndina í hálsinum á meðan Rossi greindi frá því að Hotch hefði farið í vitnaverndunarúrræði, sökum þess að hann hefði séð kaldrifjaðan raðmorðingja fylgjast með syni hans.

Þá greindi Rossi jafnframt frá því að Hotch væri búinn að segja starfi sínu lausu. Hann myndi því ekki snúa aftur til vinnu og þannig búinn að syngja sinn svanasöng í þáttaröðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu stjörnurnar á Met Gala 2025

Sjáðu stjörnurnar á Met Gala 2025
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsathöfnin sem hún hataði mest með Hugh Hefner

Kynlífsathöfnin sem hún hataði mest með Hugh Hefner