fbpx
Föstudagur 26.september 2025
Matur

Kvöldmaturinn klár á tuttugu mínútum: Þetta verður ekki mikið einfaldara

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 11. desember 2018 15:00

Við mælum með þessu í kvöldmat.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi rækju- og hrísgrjónaréttur er algjör dásemd og ekki skemmir fyrir að maður er enga stund að búa hann til. Eiga ekki allir tuttugu mínútur aflögu til að elda?

Rækju- og hrísgrjónaréttur

Hráefni:

1 msk. grænmetisolía
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
2 gulrætur, smátt skornar
1 græn paprika, smátt skorin
450 g risarækjur, hreinsaðar
3 bollar soðin hrísgrjón
1 bolli frosnar, grænar baunir
2 msk. sojasósa
2 tsk. sesamolía
1 stórt egg, þeytt
Sriracha-sósa
2 msk. vorlaukur, saxaður

Aðferð:

Takið til pönnu og hitið olíu yfir meðalhita. Bætið hvítlauk saman við og steikið í 1 mínútu. Bætið gulrótum og papriku saman við og steikið í 3 mínútur til viðbótar. Bætið síðan rækjunum saman við og steikið í 4 mínútur og hrærið reglulega. Bætið hrísgrjónum og baunum saman við sem og sojasósu og sesamolíu. Steikið í 2 mínútur til viðbótar. Ýtið blöndunni á aðra hlið pönnunnar og hellið egginu á hina hliðina. Hrærið í egginu stanslaust þar til það er nánast eldað og bætið síðan restinni af matnum saman við. Skreytið með sriracha-sósu og vorlauk og berið fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“