fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Pressan

Rússar eru nú næststærstu vopnaframleiðendur heimsins

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 10. desember 2018 05:10

Geimvopn eru meðal þess sem vopnaframleiðendur vilja selja.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nútímavæðing rússneska hersins hefur haft í för með sér að Rússar selja nú meira af vopnum en Bretar og eru orðnir næststærsta vopnaframleiðsluþjóð heims. Aðeins í Bandaríkjunum er meira framleitt af vopnum.

Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar sænsku friðarrannsóknarstofnunarinnar Sipri. Í henni kemur fram að tíu rússneskir vopnaframleiðendur voru á meðal þeirra 100 stærstu á síðasta ári. Þeir seldu vopn fyrir rúmlega 37 milljarða dollara. Rússnesk fyrirtæki voru því á bak við 9,5 prósent af allri vopnasölu á heimsvísu.

Mikil aukning hefur orðið í sölu rússneskra vopna frá 2011 en aukningin helst í hendur með stefnu rússnesku ríkisstjórnarinnar um að setja meira fé í nútímavæðingu heraflans.

Sipri segir að 100 stærstu vopnaframleiðendur heims hafi selt vopn fyrir tæpega 400 milljarða dollara á síðasta ári. Það er 2,5 prósenta aukning frá árinu áður. Frá 2002 hefur vopnasala á heimsvísu aukist um 44 prósent.

Bandaríkin eru stærsta framleiðsluland vopna en bandarísk fyrirtæki seldu 57 prósent af öllum vopnum sem seld voru á síðasta ári. Stærsti vopnaframleiðandi heims er bandaríska fyrirtækið Lockheed Martin sem selur aðallega ýmsan búnað tengdan flugi, má þar nefna orustuþotur, gervihnetti, eldflaugar og stýriflaugar. Sala fyrirtækisins á síðasta ári nam 45 milljörðum dollara sem er meira en samanlögð sala 10 stærstu rússnesku fyrirtækjanna.

Það skekkir þó þessar tölur að Kína er ekki með í tölunum en engar upplýsingar fást um vopnaframleiðslu og vopnasölu kínverskra fyrirtækja en hún er mikil.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ógnvekjandi klámleit Bryans Kohberger áður en hann myrti fjóra vini og samleigjendur

Ógnvekjandi klámleit Bryans Kohberger áður en hann myrti fjóra vini og samleigjendur
Pressan
Í gær

Þriggja ára barn braut borð á kaffihúsi – Móðirin segir að henni hafi verið haldið gegn vilja sínum þar til skemmdir voru greiddar

Þriggja ára barn braut borð á kaffihúsi – Móðirin segir að henni hafi verið haldið gegn vilja sínum þar til skemmdir voru greiddar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norðurkóreskir flóttamenn segja frá hryllingnum sem þeir sæta í Rússlandi

Norðurkóreskir flóttamenn segja frá hryllingnum sem þeir sæta í Rússlandi
Pressan
Fyrir 2 dögum

3I/ATLAS stefnir hraðbyri í átt að jörðinni – Prófessor segir að við höfum 113 daga – „Gæti bjargað okkur eða útrýmt okkur“

3I/ATLAS stefnir hraðbyri í átt að jörðinni – Prófessor segir að við höfum 113 daga – „Gæti bjargað okkur eða útrýmt okkur“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morðin í jógúrtbúðinni – Hver myrti fjórar stúlkur fyrir þremur áratugum og af hverju hefur hann enn ekki fundist?

Morðin í jógúrtbúðinni – Hver myrti fjórar stúlkur fyrir þremur áratugum og af hverju hefur hann enn ekki fundist?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tíu ára stúlka pyntuð til dauða af föður og kærustu hans – Barnaverndarkerfið sagt hafa brugðist illa

Tíu ára stúlka pyntuð til dauða af föður og kærustu hans – Barnaverndarkerfið sagt hafa brugðist illa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjárhirðir fann lík í jökli – Hafði verið saknað í 28 ár

Fjárhirðir fann lík í jökli – Hafði verið saknað í 28 ár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Suður-Evrópa brennur – Vísindamaður varar við „mólótovkokteil“

Suður-Evrópa brennur – Vísindamaður varar við „mólótovkokteil“