fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Fjórir sjúklingar smitast af ýmsum sýkingum á Landspítalanum daglega

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 10. desember 2018 08:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á hverjum degi ársins smitast rúmlega fjórir sjúklingar af ýmsum sýkingum á Landspítalanum. Spítalasýkingar sem þessar eru algengari hér á landi en erlendis þrátt fyrir að markvisst hafi verið unnið að úrbótum, þar á meðal með því að minna heilbrigðisstarfsfólk á að hreinsa hendur sína rétt og vel.

Morgunblaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að ef heilbrigðisstarfsfólk hreinsi hendur sínar ekki nægilega vel aukist líkur á spítalasýkingum um 20-40 prósent. Sýkingarnar geta valdið því að sjúklingar veikjast meira og að dvöl þeirra á sjúkrahúsum lengist en einnig eru dæmi um að sjúklingar hafa dáið af völdum spítalasýkinga.

Um 6,2 prósent innlagðra fá spítalasýkingar á þessu ári en í helstu samanburðarlöndum er hlutfallið um 5 prósent. Hlutfallið hefur aðeins versnað hér á landi á milli ára en mikið álag er á starfsfólki Landspítalans, þar á meðal vegna skorts á starfsfólki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu