fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
433Sport

Þorvaldur lét fjarlægja nýra og gaf dóttur sinni: ,,Þarft ekki að hugsa þig lengi um þegar þú ert beðinn um svoleiðis lagað“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 8. desember 2018 07:00

Þorvaldur Örlygsson tekur slaginn við Guðna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Næsti gestur þáttarins er Þorvaldur Örlygsson þjálfari U19 ára landsliðs karla.

Þorvaldur hefur átt áhugaverðan feril, fyrst sem leikmaður og þjálfari.

Þorvaldur þurfti að stíga til hliðar sem þjálfari KA árið 2005 eftir veikindi í fjölskyldunni.

Þorvaldur fékk þær fréttir að dóttir hans hefði fæðst með nýrnasjúkdóm og þurfti á aðgerð að halda.

Þorvaldur lét fjarlægja eitt nýra úr sér og var því gefið dóttur hans og eru þau bæði heilbrigð í dag.

Hann segir að ákvörðunin hafi verið létt og hrósar því læknafólki sem kom að aðgerðinni.

,,Við fáum þær fréttir að dóttir mín þyrfti að fá nýtt nýra, hún fæddist með nýrnasjúkdóm,“ sagði Þorvaldur.

,,Ég var rétti maðurinn til að gefa henni og ég tjáði klúbbnum að ég gæti líklega ekki klárað tímabilið.“

,,Þeir tóku ákvörðun um að einn ákveðinn leikur yrði minn síðasti leikur þannig ég fór að einbeita mér að öðru.“

,,Það var fjarlægt eitt nýra úr mér og gefið dóttur minni þar sem bæði hennar voru orðin óvirk. Við höfum það bæði fínt í dag.“

,,Ég held að allir geti verið sammála um það að þú þarft ekki að hugsa þig lengi um þegar þú ert beðinn um svoleiðis lagað.“

,,Við vorum með frábært fólk í kringum okkur, okkar nánustu og svo læknafólkið á spítalanum og þeir sem framkvæmdu aðgerðina. Það var frábært að vera í kringum það.“

Meira:
Einn frægasti maður Englands bað Þorvald um að baða sig á sögufrægum slóðum:,,Ég endað með því að sápa á honum bakið“
Markvörðurinn kom Þorvaldi til bjargar í fyrsta leik:,,Óhætt að segja að ég hafi verið lítið nafn“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tvær breytingar í Bestu deildunum – Einn leikur færður um dag og hinn fer fram snemma dags vegna körfubolta

Tvær breytingar í Bestu deildunum – Einn leikur færður um dag og hinn fer fram snemma dags vegna körfubolta
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Minnast Guðjóns sem féll frá allt of snemma –  „Hann hafði orkuna og viljan, og mikla ástríðu“

Minnast Guðjóns sem féll frá allt of snemma –  „Hann hafði orkuna og viljan, og mikla ástríðu“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Kristófer lýsir raunum sínum eftir viku á gjörgæslu – „Maður veit aldrei hvað getur gerst í lífinu“

Kristófer lýsir raunum sínum eftir viku á gjörgæslu – „Maður veit aldrei hvað getur gerst í lífinu“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Gleðin tók völd í klefanum hjá Glódísi – Söngur og dans þeirra vekur athygli

Gleðin tók völd í klefanum hjá Glódísi – Söngur og dans þeirra vekur athygli
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Real Madrid ætlar að kaupa sex leikmenn í sumar og margir koma til greina

Real Madrid ætlar að kaupa sex leikmenn í sumar og margir koma til greina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Bilun í beinni – Inter komið í úrslit Meistaradeildarinnar eftir magnað einvígi gegn Barcelona

Bilun í beinni – Inter komið í úrslit Meistaradeildarinnar eftir magnað einvígi gegn Barcelona
433Sport
Í gær

Tjáir sig um skilnaðinn – „Ef þetta hefði verið undir mér komið þá hefði ég bara verið óhamingjusamur“

Tjáir sig um skilnaðinn – „Ef þetta hefði verið undir mér komið þá hefði ég bara verið óhamingjusamur“
433Sport
Í gær

Yfirgaf veitingastað pöddufullur og nú vill fólkið að hann selji hlut sinn í hvelli

Yfirgaf veitingastað pöddufullur og nú vill fólkið að hann selji hlut sinn í hvelli