fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Vísar á bug þungum ásökunum Ingós Veðurguðs: ,,Það var aldrei neitt sannað, ég gerði þetta ekki“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 30. nóvember 2018 08:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingólfur Þórarinsson, stundum kallaður Ingó Veðurguð, er í áhugaverðu viðtali við Fótbolta.net sem birtist í vikunni. Þar sakar hann liðsfélaga sinn úr Ægi, sumarið 2016, um að hafa hagrætt úrslitum. Málið kom upp þetta sumarið en ekkert tókst að sanna. Leikmaðurinn sem Ingólfur nefnir til sögunnar er frá Austurblokkinni, lék á Íslandi frá 2009 til 2016, hann kom við sögu hjá Haukum, Keflavík og fleiri liðum áður en hann lauk ferli sínum á Íslandi þetta umrædda sumar. Aldrei var hægt að tengja hann við hagræðingu úrslita.

Samkvæmt heimildum DV úr herbúðum KSÍ áttu sér ekki stað nein óeðlileg veðmál í kringum þennan leik, þá var ekki hægt að rekja neina slóð sem lá til mannsins sem Ingólfur ræðir um. Umræddur leikmaður lék aðeins örfáa leiki með Ægi þetta sumar, hann hætti þegar ásakanir um svindlið fóru á flug.

Í samtali við DV.is harðneitar umræddur leikmaður ásökunum Ingólfs. „Þetta er ekki satt, ég átti í vanda með einn liðsfélaga minna þarna. Hann var að reyna að komast í liðið á minn kostnað og fór að bera út þessar sögur,“ sagði leikmaðurinn þegar DV bar málið undir hann. „Hann spilaði sömu stöðu og ég og var ekki að spila.“ Ægir fékk dæmdar á sig vítaspyrnur í fyrstu þremur leikjum tímabilsins og var það eitt af því sem nefnt var til sögunnar þegar kom að hagræðingu úrslita. Sögur um þetta fóru strax á flug. Leikmaðurinn lék ekkert með Ægi eftir þetta, en tveir liðsfélagar hans í létu vita af málinu sem aldrei tókst að sanna. Hann hefur ekkert spilað á Íslandi eftir þetta atvik.

Leikmenn klöguðu
„Fyrir einn leikinn tilkynntu tveir Serbar í liðinu þjálfaranum og stjórninni að einn leikmaður í liðinu hefði boðið þeim peninga fyrir að breyta úrslitum í leiknum og svindla,“ sagði Ingólfur í Hlaðvarpsþættinum Miðjunni á Fótbolta.net í vikunni og átti þar við umræddan leikmann.

„Mér fannst þetta mál ekki sigla hátt. Eins og samfélagið er þá ertu saklaus þangað til sekt er sönnuð. Þetta mál var erfitt út af því að þetta var orð á móti orði. Það er hrikalegt ef þetta er satt eins og allt bendir til. Að leikmaður í liðinu hafi verið að breyta úrslitum og gefa vítaspyrnur og alls konar hluti þegar tuttugu leikmenn eru búnir að æfa allan veturinn. Þá er ekki hægt að standa í þessu. Svona veðmálasvindl eru algjör þvæla,“ sagði Ingó í Miðjunni.

Veðmálasvindl er þekkt vandamál í íþróttum, slíkt mál hafa komið upp á Íslandi en aldrei hefur tekist að sanna neitt.

„Ég veit ekki hvernig þetta var tæklað en mér fannst verst að þetta hafi ekki verið gert meira opinbert og fylgt betur eftir. Bæði hjá KSÍ og klúbbnum. Til að koma í veg fyrir að leikmenn geri þetta aftur og sérstaklega þessi leikmaður ef þetta var satt. Ég trúi þessu persónulega 100%. Þetta lá eiginlega í augum uppi. Þetta var góður leikmaður en það komu augnablik í leikjum þar sem maður skildi ekki hvað hann var að gera. Maður hélt kannski að hann væri klaufskur en þegar þessar ásakanir komu fram þá lagði maður saman tvo og tvo og þá var þetta frekar augljóst. Að sama skapi finnst mér vont ef það er verið að saka hann um eitthvað sem er ekki rétt. Þess vegna er mikilvægt fyrir alla aðila að þetta sé leitt til lykta. Var hann að þessu eða ekki? Það þurfa að vera yfirheyrslur eða eitthvert kerfi. Maður sér hvað þetta er stórt vandamál í heiminum og það þarf að hafa kerfi á þessu.“

Af hverju hætti hann í Ægi eftir þessar ásakanir?
Athygli vakti sumarið 2016 að leikmaðurinn hætti að leika með Ægi eftir að þessar ásakanir komu upp. Hann segir það ekki tengjast þeim. „Ég var meiddur á þessum tíma, ég talaði við stjórnina og við ákváðum að láta staðar numið. Það var aldrei neitt sannað, ég gerði þetta ekki. Ég veit ekki hvað ég á að segja. Ég er hættur í fótbolta, málinu er lokið, ég er bara að vinna á Íslandi í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane
433Sport
Í gær

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“
433Sport
Í gær

England: Chelsea kom til baka á Villa Park

England: Chelsea kom til baka á Villa Park