fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fókus

Óttaðist um líf sitt

Guðrún Bjarnadóttir miðlar reynslu sinni af heimilsisofbeldi á sviði Tjarnarbíós með leikhópnum RaTaTam í leikverkinu Suss!

Kristín Clausen
Sunnudaginn 13. nóvember 2016 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við lítum heimilisofbeldi í dag sömu augum og við litum alkóhólisma fyrir 60 árum.“ Þetta segir leikkonan Guðrún Bjarnadóttir sem hefur hrottalega reynslu af heimilisofbeldi. Guðrún sem opinberaði sögu sína árið 2014 hefur um langa hríð unnið mikla sjálfsvinnu. Í dag hefur hún þó alfarið sagt skilið við fyrra líf og lítur framtíðina björtum augum. Nýverið frumsýndi Guðrún, ásamt leikhópnum RaTaTam, leikverkið SUSS! sem byggir á reynslusögum gerenda, þolenda og aðstandenda þeirra af ofbeldi sem er alla jafna falið innan veggja heimilisins.

Gerandinn kúgar heimilisfólkið.
Ofbeldið er oft best varðveitta leyndarmál fjölskyldunnar Gerandinn kúgar heimilisfólkið.

Mynd: Shutterstock

Óttaðist um líf sitt

Guðrún segir að samkvæmt þeim rannsóknum sem leikhópurinn fór yfir séu 20–25 prósent af ofbeldisfólki siðblindir einstaklingar. Það sé flókið að hjálpa þeim hópi en öðrum sé vel hægt að hjálpa við að leiðrétta hugsanaskekkjuna. Þá sérstaklega ef hjálpin berst snemma. Við byrjum á börnunum okkar.

Í grein Guðrúnar sem birtist í Kvennablaðinu útskýrir hún tilfinningar sínar þegar ofbeldið, í hennar eigin sambandi, var búið að yfirtaka líf hennar og hún var orðin of hrædd við kærasta sinn til að koma sér í burtu.

„Mér var farið að líða eins og ruslinu sem hann talaði um að henda. Ég velti stundum fyrir mér á þessum tíma hvort ekki væri best að ég gengi yfir stóru umferðargötuna og léti bílana taka mig í burt frá sársaukanum sem var innra með mér.“

Þegar spjallið berst að því hvað hindraði hana, á þessum tímapunkti, frá því að slíta sambandinu segir Guðrún að hún hreinlega viti það ekki nákvæmlega. Hræðslan við ofbeldismanninn í bland við lágt sjálfsmat, eftir áralanga niðurlægingu, gerði að verkum að Guðrún forðaði sér ekki úr sambandinu fyrr en óttinn við að hann myndi drepa hana var nánast orðinn að bláköldum veruleika.

Skiptu þér af

Við höldum áfram að ræða mögulegar ástæður þess að fórnarlömb ofbeldismanna sitja, oftar en ekki sem fastast, í lengri tíma og sumir alla ævi.

Fjölmargir bíða þess að sambandið lagist eða að ofbeldismaðurinn sjái að sér. Þá hafa einhverjir fjárhagslega áhyggjur, eru orðnir samdauna ofbeldinu eða hafa einfaldlega ekki andlega burði til að forða sér. Flestir láta þó stjórnast af ótta við ofbeldismanninn og þora einfaldlega ekki að setja sig upp á móti honum. Erlendar rannsóknir sýna fram á að konur sem þolendur eru í meiri lífshættu eftir að þær yfirgefa maka sinn heldur en í sambandinu.

Í öllum framangreindum tilfellum skiptir félagslegur stuðningur gríðarlega miklu máli. Guðrún bendir líka á mikilvægi þess að fólk skipti sér af þegar það grunar að manneskja sé beitt ofbeldi. Ofbeldi á ekki að vera falið innan veggja heimilisins

„Meðvirkni er hrikalega rík í fari okkar Íslendinga og þessi hugsunarháttur að það sem gerist innan veggja heimilisins megi haldast þar þótt það teljist brotlegt. Halldóra Rut sem er með mér í verkinu varð fyrir þeirri reynslu að heyra hávaða vegna heimilisofbeldis. Það fyrsta sem hún hugsaði var „þetta kemur mér ekki við.“ Hún var þó fljót að ranka við sér úr þessari hugsanavillu, stökk á fætur og bankaði á hurðina þar sem öskrin heyrðust og hringdi á lögregluna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ný plata með Laufeyju komin út

Ný plata með Laufeyju komin út
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslandsvinur lést í mótorhjólaslysi

Íslandsvinur lést í mótorhjólaslysi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“