fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fókus

Stjórnmálamenn gera stólpagrín að fatavali Helga Hrafns

Pawel Bartoszek fór í sitt fínasta púss: Hrósað fyrir að vera kasúal

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 8. nóvember 2016 13:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þarf ég líka að fara með þig að versla?“ segir Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, á Facebook-vegg Pawel Bartoszek, þingmanns Viðreisnar. Pawel greinir frá því á vegnum að hann hafi mætt á Alþingi í sínum fínustu jakkafötum í gær. Þrátt fyrir það hafi honum verið hrósað fyrir að vera „kasúal“.

Sjá einnig: Þingmaður mætti viku of snemma á nýliðanámskeið

Fer stundum ótroðnar slóðir.
Helgi Hrafn Fer stundum ótroðnar slóðir.

Ásta Guðrún segir í svari sínu að hún hafi haldið að það væri nóg að sjá bara um Pírata. Gylfi Ólafsson, sem naumlega missti af þingsæti en aðstoðar nú Benedikt Jóhannesson formann, grípur orð Ástu á lofti og skýtur fast á Helga Hrafn Gunnarsson Pírata: „Á meðan það er ekki bindisstuttermabolur eins og Helgi er alltaf í máttu gera það sem þú vilt við hann Pawel okkar.“ Þess má geta að Gylfi kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að fatavali. Hann er þekktur fyrir það hugrekki sitt að ganga í prjónuðum vestum.

Sérhæfir sig í að klæða nörda

Ásta er snögg til varnar og segist hvergi hafa komið nálægt því fatavali Helga Hrafns. „Ég valdi ekki bindis stuttermabolinn á Helga. En svona eitthvað af því góða sem hann hefur verið í er „my work“ ;), sama á við Smára. Ég sérhæfi mig í að klæða nörda.“

Gylfi hefur lengi vakið athygli fyrir dálæti sitt á prjónuðum vestum.
Gylfi Ólafsson Gylfi hefur lengi vakið athygli fyrir dálæti sitt á prjónuðum vestum.

Pawel deilir orðaskiptum sem hann átti við ónefndan mann í kosningabaráttunni, þar sem fatastíll bar á góma. „Nei vertu bara þú sjálfur. Þú getur alveg skapað þinn eigin stíl og verið svolítið hrár,“ hefur Pawel eftir viðmælandanum. „Já, ég meina Helgi Hrafn…“ svarar Pawel. „Rólegur Pawel. Ég meinti ekki alveg þannig“ svaraði viðmælandinn þá.

Ásta lýkur umræðunni á heilræði: „Það er alveg hægt að vera fínn en samt verið maður sjálfur! Þarf bara að hafa áhuga á því að fara að versla… og ekki ganga í hverju sem er… hóst.bindisbolur.hóst“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Lagður inn á sjúkrahús eftir dularfull veikindi

Lagður inn á sjúkrahús eftir dularfull veikindi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fundu gleðina aftur á Íslandi eftir röð dauðsfalla

Fundu gleðina aftur á Íslandi eftir röð dauðsfalla
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig