fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Þórdís Elva póstaði mynd af brjóstagjöf – „Viltu ekki sýna á þér geirvörturnar og píkuna líka?“ – Sjáðu svar hennar

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 26. nóvember 2018 10:00

Þórdís Elva.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, fyrirlesari og rithöfundur með meiru, er búsett í Stokkhólmi í Svíþjóð. Þórdís Elva er nú í fæðingarorlofi, enda stolt móðir sex mánaða gamalla tvíburadrengja.

Tíunda nóvember póstaði Þórdís Elva mynd á Instagram af sér að gefa tvíburunum brjóst, í miðri verslunarferð, þar sem markmiðið var að klára jólainnkaupin snemma. Flestar athugasemdir við myndina voru jákvæðar, enda fátt eðlilegra en að gefa börnum sínum brjóst, á meðan aðrar voru praktískar eins og að Þórdís Elva ætti nú bara að nýta sér netverslanir til að þurfa ekki að standa í þessu „brasi.“

https://www.instagram.com/p/BqBEUpSAIRE/

Einn ákváð þó að skilja eftir öðruvísi athugasemd fyrir stuttu og spurði: „Vá! Af hverju sýnirðu ekki bara á þér geirvörturnar og píkuna fyrst þú ert að þessu? Af hverju að láta staðar numið við brjóst og brjóstaskoru?“

Þórdís Elva ákvað að svara þessum ágæta Instagram notanda á ákveðinn hátt, eins og íslenskri valkyrju sæmir.

Kæri Instagram notandi – þú sem reyndir að innræta mér skömm vegna ljósmyndar af mér að gefa börnunum mínum brjóst og spurðir mig af hverju ég sýndi ekki bara á mér geirvörturnar og píkuna líka, fyrst ég væri að glenna mig svona – ég vil bara að þú vitir hvað ég var ánægð þegar ég las athugasemdina þína. Það fyrsta sem ég hugsaði var GUÐI SÉ LOF að brjóstalöggan er mætt á svæðið! Mikið var! Ef þú bara vissir hversu mikil þörf er fyrir krafta þína! Ef þú flettir upp myllumerkinu #bodybuilder muntu finna vöðvastælta karlmenn í löngum röðum sem eru í bráðri þörf fyrir leiðsögn þína, þar sem þeir flagga geirvörtum sínum alveg skammarlaust. Ég er viss um að þú munt uppskera þakklæti þeirra ef þú spyrð þá, rétt eins og þú spurðir mig, af hverju þeir ganga ekki bara alla leið og glenna á sér typpið líka! Það væri synd og skömm ef rökfræði þinni og visku er sólundað í mig eina, þegar óteljandi ungir karlmenn eru í sárri neyð. Okkar í milli óttast ég að sumir þeirra hafi nú þegar stigið skrefið til fulls og sent ókunnugum konum á internetinu mynd af typpinu á sér, svo það er ekki seinna vænna en að þú látir til þín taka hvað þessa villuráfandi sauði varðar. Ekki hafa áhyggjur af því að píkunni á mér bregði fyrir á ljósmynd af mér að næra börnin mín. Þetta kann að koma þér á óvart, en það er nefnilega líffræðilega útilokað að næra börn með píkunni. Hvílíkur léttir, ha?! Síðast en ekki síst geri ég mér grein fyrir að þessi samskipti kunni að vera afleiðing af mismunandi menningu sem við búum við. Þar af leiðandi ætla ég að kveðja þig með tákni sem er vel þekkt í mínum menningarheimi: Löngutönginni á mér. Vertu nú sæll og fokkaðu þér kærlega.

https://www.instagram.com/p/BqP6ZwlgP6m/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það vex á mér vömbin og spikið!

Það vex á mér vömbin og spikið!
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform
Fókus
Fyrir 2 dögum

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

FKA konur í laxveiði – kraftur, gleði og maríulaxar

FKA konur í laxveiði – kraftur, gleði og maríulaxar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán og Þórður Daníel í sitthvora áttina

Ásdís Rán og Þórður Daníel í sitthvora áttina
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag