fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Ekkja Steinþórs í sárum: ,,Þetta voru skartgripir sem hann bar á sér þegar hann dó“

Steingerður Sonja Þórisdóttir
Föstudaginn 23. febrúar 2018 15:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Suma af þessum gripum hef ég verið að geyma sérstaklega fyrir son minn í heil 30 ár.

Síðastliðinn miðvikudag var brotist inn á heimili í Skriðustekk í Breiðholti og námu þjófarnir á brott með sér þó nokkuð af verðmætum. Sárasti missirinn voru þó skartgripir sem Steinþór heitinn Stefánsson átti og bar á sér þegar hann dó.

Steinþór var bassaleikari Snillinganna og síðar Fræbbblanna og gítarleikari í Q4U. Vakti hann mikla athygli fyrir líflega framkomu á sviði og var áberandi í íslensku pönksenunni. Hann lést árið 1988, aðeins 27 ára að aldri.

Þuríður, ekkja Steinþórs, biðlar til fólks að hafa augun opin eftir gripunum og segir fjölskylduna einnig vera til í að borga rífleg fundarlaun í færslu á Facebook. Bætir hún við skartið hafa mikið tilfinningalegt gildi og það sem skipti mestu máli er að það rati aftur til þeirra, sama hvernig því væri háttað.

Hún segir í samtali við DV ,,Suma af þessum gripum hef ég verið að geyma sérstaklega fyrir son minn í heil 30 ár. Svo var trúlofunarhringurinn sem Steinþór gaf mér líka tekinn ásamt fallegum hring með túrkís-stein sem hann færði meŕ þegar Ásþór sonur okkar fæddist.“

Lögreglan var mjög fljót að bregðast við að sögn Þuríðar. Þegar hún kom heim um hálfsjö leitið var búið að taka rafmagnið af húsinu og þegar hún gengur inn í stofuna sér hún málverk liggja á gólfinu. Forðaði hún sér um leið út, ef vera skyldi að enn væri einhver í húsinu. Lögreglan tók fingraför og blóðsýni þegar hún kom á staðinn þar sem þjófurinn hafði brotið glugga og slasast við verknaðinn og í kjölfarið þvegið sér í baðvaskinum.

Þuríður skrifaði í færslunni á Facebook í gær: ,,Þetta eru bara einföld leðurarmbönd stál armbönd og silfurhringir.
Það eru ekki verðmætustu hlutirnir sem skipta máli, við spyrjum engra spurninga ef einhver hefur samband og getur komið þessum munum aftur til okkar.“

Hún líkur færslunni því næst: ,,Ef einhver kannast við einhvern sem hefur skorist mikið á hendinni við að brjóta glugga og er nýlega kominn með Samsung sjónvarp, Ipad og Dewalt borvél og ýmislegt nýtt skart þá viljum við heyra frá þér. Sjónvarpið og Ipaddinn skipta litlu máli, en skartið myndum við vilja aftur. Bestu kveðjur með von í hjarta að einhver sendi mér skilaboð hér á Facebook eða í síma 8211847, eða hafi samband við Ásþór Tryggva Steinþórsson í síma 8474965“

DV hvetur lesendur til að deila viðtalinu sem víðast og hjálpa þannig Þuríði og Ásþór.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Í gær

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Í gær

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd