fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

„Grafalvarleg stéttaátök standa yfir“

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 18. nóvember 2018 19:55

Sólveig Anna Jónsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær stóðu Vinstri græn og verkalýðshreyfingin fyrir fundi um kjaramál. Fundurinn var haldinn til að varpa ljósi á stöðuna vegna þeirra kjaraviðræðna sem framundan eru. Meðal þeirra sem tóku til máls á fundinum var Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.

„Við ætl­um vissu­lega að semja um krón­ur og aura, en við ætl­um líka að semja um lífs­skil­yrði í þeirra víðasta skiln­ingi. Og fólk sem læt­ur eins og það sé ekki hlut­verk verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar að berj­ast á öll­um víg­stöðvum, að það sé ein­hvern veg­inn ekki kurt­eist eða fal­legt að segja að stjórn­mál­in eigi að svara kalli vinnu­afls­ins, er fólk sem op­in­ber­ar fá­fræði sína um eðli bar­átt­unn­ar.“

Morgunblaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að Sólveig hafi sagt að grafalvarleg stéttaátök standi nú yfir.

„Ég full­yrði að lág­launa­fólk er ein­fald­lega búið að sjá í gegn um áróður­inn um brauðmol­ana og fólk er búið að sjá í gegn­um hina ógeðslegu vænt­inga­stjórn­un á lág­tekju­hóp­ana sem hér hef­ur verið stunduð og hef­ur nú umbreyst í það að ís­lenska hót­ana­mafían hef­ur frítt spil til að hræða og þvaðra viðstöðulaust.“

Sagði Sólveig að sögn Morgunblaðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum