fbpx
Laugardagur 18.október 2025
433Sport

Einelti í garð Harðar fékk að ganga í mörg ár: Sonur Bjössa Bollu og Höddi Skinka – ,,Yrði kæft í fæðingu í dag“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 16. nóvember 2018 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Magnússon, einn fremsti íþróttafréttamaður þjóðarinnar og fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu, var gestur í 90 mínútum, hlaðvarpsþætti 433.is.

Magnús Ólafsson er faðir Harðar, hann var á sínum tíma einn allra frægasti leikari landsins. Hann var frægur sem Bjössi Bolla en einnig fyrir mörg önnur hlutverk.

Sonur hans, Hörður fékk að finna fyrir því á ferli sínum að vera sonur Bjössa Bollu. Reynt var að tala um það á niðrandi hátt. Einnig var hann oft uppnefndur sem Höddi Skinka.

,,Það leyfðist miklu meira þá en í dag, sonur Bjössa Bollu og allt það. Ég held ég hafi varla spilað leik í nokkur ár, þar sem þetta var ekki nefnt. Viðurnefni eins og Skinkan,“ sagði Hörður í 90 mínútum.

,,Þetta sveið, maður var stundum pirraður á þessu. Þetta hafði ekki nein áhrif á mig þegar ég var að spila, meira eftir leiki. Ég var meira ákveðnari í að svara fyrir þetta, gerði það oft.“

Hörður fór yfir það hvar mesta eineltið fór fram en það var í Vestmannaeyjum.

,,Þetta var mest brútal í Eyjum, Keflavík líka. Þar voru menn þegar maður var að labba út af vellinum, KR-vellinum líka. Ég man eftir því í Eyjum, við áttum fótum okkar fjör að launa. Á 98 mínútu næ ég að jafna, síðasti leikur fyrir Þjóðhátíð. Við hlupum með dómaranum upp í sundlaug þar sem klefarnir voru, ef við hefðum ekki gert það, hefðu menn viljað tala við okkur. Það var allt vitlaust.“

Svona mál hafa komið upp á síðustu árum þar sem uppnefni úr stúkunni koma. Það er kæft í fæðingu en fær ekki að ganga í mörg ár eins og Hörður upplifði.

,,Þetta er kæft í fæðingu í dag, þetta gekk allan minn feril. Sumir andstæðingar og leikmenn, notuðu þetta.“

Þáttinn með Herði má heyra hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arne Slot segir að nú sé í lagi að dæma frammistöðu Isak – Undirbúningstímabili lokið

Arne Slot segir að nú sé í lagi að dæma frammistöðu Isak – Undirbúningstímabili lokið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arteta segir frá fyrsta samtali sínu við Gyökeres – Spáði því að þetta myndi gerast

Arteta segir frá fyrsta samtali sínu við Gyökeres – Spáði því að þetta myndi gerast
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segir frá því af hverju Ronaldo mætti aldrei á djammið með liðsfélögum sínum

Segir frá því af hverju Ronaldo mætti aldrei á djammið með liðsfélögum sínum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Adda Baldurs gestur og ítarlegt viðtal við Frey Alexandersson

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Adda Baldurs gestur og ítarlegt viðtal við Frey Alexandersson
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gæti orðið sætasta stelpan á ballinu næsta sumar

Gæti orðið sætasta stelpan á ballinu næsta sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sveinn Leó hættir sem aðstoðarþjálfari Þórs – Tekur Eiður Benedikt við starfinu?

Sveinn Leó hættir sem aðstoðarþjálfari Þórs – Tekur Eiður Benedikt við starfinu?
433Sport
Í gær

Ray Anthony tekur við Grindavík – Feðgar munu aðstoða hann

Ray Anthony tekur við Grindavík – Feðgar munu aðstoða hann
433Sport
Í gær

United færist nær því að kaupa landsvæði – Geta þá byggt nýja heimavöllinn

United færist nær því að kaupa landsvæði – Geta þá byggt nýja heimavöllinn