fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Pressan

Skuggahliðar ferðamannaparadísarinnar – Kölluð „Dauðaeyjan“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. nóvember 2018 07:50

Koh Tao. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Taílenska eyjan Koh Tao er ægifögur og eiginlega sannkölluð paradís. En óhugnanlegir atburðir, sem hafa átt sér stað þar undanfarin misseri, hafa orðið til þess að bresk götublöð kalla eyjuna nú „Dauðaeyjuna“.

Fagurblár sjór, fagrar sandstrendur og steikjandi hiti. Þetta er eitthvað sem við Íslendingar kunnum vel að meta. Koh Tao uppfyllir þessi skilyrði svo sannarlega ef fólk vill njóta sólar, vatns og hita. En undir fögru yfirborðinu leynast skelfilegar staðreyndir.

Frá 2014 hafa níu evrópskir ferðamenn látist eða horfið á eyjunni auk þess sem ýmis önnur mál hafa komið upp. Í júní beindist kastljós breskra fjölmiðla að eyjunni eftir að 19 ára bresk stúlka kærði nauðgun þegar hún var stödd þar. The New York Times segir að það sem veki einna mesta athygli útlendinga og jafnframt gagnrýni frá þeim sé hvernig lögreglan á eyjunni tekur á afbrotum þar sem ferðamenn eru fórnarlömb.

Hvað varðar nauðgunarmálið þvertekur lögreglan fyrir að hún hafi átt sér stað. Ekki nóg með það því hún hefur handtekið fjölda fólks sem tjáði sig um málið á samfélagsmiðlum. Einnig var gefin út handtökuskipun á hendur ritstjóra vefmiðils á Englandi og stjórnanda Facebookhóps.

Taílenskir lögreglumenn fóru til Englands til að rannsaka málið betur en í síðasta mánuði komust þeir að þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið um nauðgun að ræða. Þá fann lögreglan ekki sæði á stuttermabol sem stúlkan hafði afhent henni. South China Morning Post hefur eftir talsmanni taílensku lögreglunnar að þegar atburður sem þessi eigi sér stað á mikilvægum ferðamannastað í Taílandi verði að upplýsa málið og komast að hinu sanna.

Stúlkan sagði í samtali við The Times að hún hefði verið að skemmta sér með vini sínu. Skyndilega fór hana að svima og lognaðist síðan út af á ströndinni. Þegar hún rankaði við sér var vinur hennar horfinn en ókunnugur maður stóð að hennar sögn og horfði á hana áður en hann flýtti sér í burtu. Þá áttaði hún sig á að hún var ekki í nærbuxum og að henni hafði verið nauðgað. Henni var ráðlagt að kæra málið en ákvað þess í stað að fara frá eyjunni. Lögreglan taldi þetta vega þungt í málinu.

Herinn fer með stjórnartaumana í Taílandi og hefur gert síðan 2014. The New York Times segir að yfirvöld séu ekki sérstaklega hrifin af gagnrýni og hafi umdeildar skoðanir á ýmsum málum. Er þar nefnt til sögunnar að embættismenn hafi gefið til kynna að konur sem verða fyrir kynferðisofbeldi eða áreitni eigi sjálfar sök á því með klæðnaði sínum.

2014 ræddi Prayuth Chan-ocha, forsætisráðherra, mál tveggja breskra ferðamanna sem voru myrtir en öðrum þeirra var nauðgað áður.

„Þeir halda að landið okkar sé fagurt og öruggt og að þeir geti gert allt sem þeir vilja – klætt sig eins og þeim sýnist. Ég spyr mig: Ef kona klæðist bikiní í Taílandi, er hún þá örugg? Bara ef hún er ekki falleg.“

Hann baðst þó afsökunar á þessum orðum sínum síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 5 dögum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 6 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 6 dögum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta