fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Fókus

„Ég var búin að sætta mig við að ég myndi deyja úr þessu“

Stefanía bjó á götunni og sá enga útgönguleið úr neyslunni – „Ég átti rosalega erfitt með að hugsa til barnanna minna“

Auður Ösp
Þriðjudaginn 6. febrúar 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir rúmlega tveimur árum var Stefanía Óskarsdóttir nær dauða en lífi eftir langvarandi sprautuneyslu. Hún varð vitni að hroðalegum hlutum innan fíkniefnaheimsins og var búin að sætta sig við að örlög hennar yrðu þau að lúta í lægra haldi fyrir dópinu. Henni var komið til bjargar í tæka tíð en ekki eru allir svo heppnir. Hún gagnrýnir skort á fjármagni til meðferðarstofnana og furðar sig jafnframt á þeim leiðum sem gripið hefur verið til í því skyni að sporna við fíkniefnavandanum.

Hér fyrir neðan má lesa brot úr viðtalinu við Stefaníu en viðtalið í heild sinni má lesa í helgarblaði DV

Sætti sig við að deyja

Stefanía kveðst á þessum tímapunkti, í upphafi árs 2016, hafa verið komin á vonarvöl. Hún sá enga útgönguleið út úr neyslunni.

„Ég var búin að sætta mig við að ég myndi deyja úr þessu. Ég meira að segja hugsaði að það yrði örugglega auðveldara fyrir alla ef ég væri dáin, þá myndu foreldrar mínir ekki þurfa að hafa áhyggjur af mér og börnin mín myndu þá ekki þurfa ekki að alast upp í óvissu um hvar mamma þeirra væri. Þá væri þetta bara búið. Auðvitað er þetta fáránleg hugsun en svona er þetta bara.

Mynd: DV ehf / Jónína G. Óskarsdóttir

Ég var búin að missa alla von um að ég gæti orðið edrú. Ég trúði því ekki að það væri hægt að bjarga einhverjum sem væri búinn að sökkva svona djúpt eins og ég.

Á þessum tíma bjó ég á götunni og var að brjótast inn til að eiga fyrir dópi. Ég var alltaf á stolnum bílum. Ég er ekki með tölu á því hversu oft ég endaði í fangaklefa. Það eina sem skipti máli var að redda næsta skammti.“

Stefanía gætti þess ávallt að hitta ekki börnin sín undir áhrifum.

„Ég átti rosalega erfitt með að hugsa til barnanna minna. Það var of sárt. Undir restina þá lifði ég ekki af eina klukkustund án þess að fá mér. Ég þurfti að sprauta mig á 40 mínútna fresti. Um leið og efnið hætti að virka, áhrifin byrjuðu að dvína þá fór ég að hugsa um börnin mín og byrjaði að gráta. Þá setti ég beint í mig aftur og hugsanir hurfu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hópefli Vitringanna þriggja fór úr böndunum – „Þú sagðir mér í gær að Færeyingar eru svo kúrteisir“

Hópefli Vitringanna þriggja fór úr böndunum – „Þú sagðir mér í gær að Færeyingar eru svo kúrteisir“
Fókus
Fyrir 3 dögum

María Sigrún á batavegi en enn er töluvert eftir – „Ég hlakka svo til að geta beygt bæði hnén aftur“

María Sigrún á batavegi en enn er töluvert eftir – „Ég hlakka svo til að geta beygt bæði hnén aftur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Wintour leitar að eftirmanni sínum

Wintour leitar að eftirmanni sínum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Iceland Eclipse Festival kynnir fyrstu nöfn – Menningar- og Vísindahátíð undir almyrkva á sólu

Iceland Eclipse Festival kynnir fyrstu nöfn – Menningar- og Vísindahátíð undir almyrkva á sólu
Fókus
Fyrir 1 viku

,,Þetta var algjört brjálæði” – „Okkur leið eins og við værum að tapa í stríði fyrir þjóðina okkar“

,,Þetta var algjört brjálæði” – „Okkur leið eins og við værum að tapa í stríði fyrir þjóðina okkar“
Fókus
Fyrir 1 viku

Er Trump að takast að losna við frægustu spjallþáttastjórnendur Bandaríkjanna?

Er Trump að takast að losna við frægustu spjallþáttastjórnendur Bandaríkjanna?