fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Fókus

Ragga Gísla: „Ég held bara að ég hafi fengið taugaáfall“

Auður Ösp
Miðvikudaginn 28. febrúar 2018 19:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarkonan Ragnhildur Gísladóttir, betur þekkt sem Ragga Gísla fékk svo sannarlega kynnast því hversu hverfull tónlistarheimurinn þegar plötusamningi hennar við EMI útgáfuna var skyndilega rift árið 1997. Þetta kemur fram í viðtali við sjónvarpsþáttinn Trúnó sem verður sýndur í Sjónvarpi Símans í kvöld kl. 20.20.

Í viðtali við Morgunblaðið árið 2005 sagði Ragga frá því hvernig hún var hársbreidd frá því að fá tónlistina sína gefna út hjá EMI, sem var á þeim tíma þriðja stærsta plötuútgáfa heims. Ragga hafði þá unnið með tónlistarmanninum Mark Stephen Davies og til stóð að gefa út fystu geislaplötu sveitarinnar Ragga and the Jack Magic Orchestra.

Um var að ræða einhvern stærsta samning af þessu tagi sem Íslendingur hafði gert við erlenda plötuútgáfu. Allt var reiðubúið og það eina sem átti eftir að gera var að gefa plötuna út. „Við tókum upp diskinn og það var búið að pakka honum og það eina sem var eftir var að setja plötuna á markaðinn. Tvær smáskífur komu út og það var gert myndband og cd-rom. Það var búið að setja helling af peningum í þetta enda mikill áhugi fyrir plötunni hjá EMI,“ sagði Ragga í viðtalinu við Morgunblaðið á sínum tíma.

Mynd: MYND Sigurjón Ragnar Sigurjónsson

Í viðtalinu við Trúnó rifjar hún síðan upp hvað tónlistarheimurinn getur verið óútreiknanlegur. „Ég hefði alltaf getað hent mér fyrir björg fyrir þá vinnu og músík sem við vorum að gera,“ segir hún en ekkert átti eftir að verða af fyrstu plötu sveitarinnar.

„Svo þegar allt var tilbúið, við búin að fá rosa fínan díl og rosa fínar umsagnir í helstu tímaritum Bretlands og annars staðar, og bara plantan tilbúin til útgáfu, þá misstum við plötusamninginn. Þá hafði hann verið rekinn sá sem sá um okkur og við ásamt sex öðrum „öktum“ vorum látin fjúka,“ segir Ragga og bætir við að þetta hafi verið gífurlegt bakslag.

„Taugafáll. Ég held bara að ég hafi fengið taugaáfall.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Bennifer sögð í andarslitunum – „Þau stefna í skilnað“

Bennifer sögð í andarslitunum – „Þau stefna í skilnað“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sneri lífinu við eftir vandræðalegt flug til Íslands – „Ég var að leka yfir í næsta sæti“

Sneri lífinu við eftir vandræðalegt flug til Íslands – „Ég var að leka yfir í næsta sæti“