fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Leiðari

LEIÐARI: Réttur til þungunarrofs er nauðsyn

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 10. nóvember 2018 15:00

Drekking Aftökuaðferð fyrir konur sem báru út börn sín.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þungunarrof, eða fóstureyðingar eins og áður var sagt, er nú á milli tannanna á fólki. Er það vegna nýs frumvarps sem víkkar út rétt og tímaramma kvenna í þeim efnum. Það er vel og mætti víkka rammann enn frekar. Að neita konu um þungunarrof og neyða hana til þess að ganga með fóstur sem hún vill ekki er glæpur og mannréttindabrot af verstu sort. Hrein forneskja.

Hryllileg er sú saga kvenna í gegnum aldirnar sem þurftu að ganga með og eiga börn sem þær gátu ekki eða vildu ekki eiga. Lá sú ábyrgð ekki hjá þeim konum heldur siðapostulum og valdamönnum þess tíma. Langoftast karlmönnum.

Þurftu þessar konur í skjóli myrkurs að láta framkvæma ólöglegar fóstureyðingar við slæmar aðstæður og lítið hreinlæti. Ekki lifðu allar af heldur létust vegna blæðinga eða sýkinga. Einnig gátu þær verið dregnar til ábyrgðar sem og þær ljósmæður sem yfirleitt framkvæmdu þessar aðgerðir. Á Íslandi voru dulsmál algeng. Konur huldu þá meðgönguna eins og þær gátu og fyrirfóru barninu strax eftir fæðingu. Oft voru þetta ungar stúlkur sem bóndinn á bænum hafði barnað og jafnvel nauðgað. Viðurlögin voru dauði.

Erfitt eða ómögulegt er fyrir karlmann að setja sig í þessi spor. En þó liggur það í augum upp að þungunarrof er aldrei auðveld ákvörðun. Sérstaklega ekki seint á meðgöngunni þegar konan þarf að ganga í gegnum fæðingu með öllum þeim líkamlegu og andlegu áskorunum sem því fylgir. Alltaf liggur góð ástæða þar að baki.

Andstaðan við réttinn til þungunarrofs kemur oftast frá sömu átt. Trúuðu, íhaldssömu og eldra fólki, sérstaklega karlmönnum. Þeir róttækustu líkja þungunarrofi við barnsmorð. Skilningsleysið á aðstæðunum og virðingin fyrir mannréttindum er engin. Konur sem eru að ganga í gegnum einhvern erfiðasta tíma lífs síns eru úthrópaðar sem morðingjar.

Ég vil trúa því að Ísland sé frjálslynt land þar sem mannréttindi eru virt. Að mannúð sé höfð í hávegum þegar fólk er að ganga í gegnum erfiða tíma og aðstæður sem það ræður ekki við. Ekki samfélag þar sem trúarkreddur og bábiljur standa í vegi fólks og geri því erfitt fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Hann tók þátt í að ræna Kim Kardashian og skrifaði svo bók um það – Nú sér hann eftir öllu

Hann tók þátt í að ræna Kim Kardashian og skrifaði svo bók um það – Nú sér hann eftir öllu
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Diljá Mist skýtur á Flokk fólksins og segir lítið heyrast frá honum í þessu máli

Diljá Mist skýtur á Flokk fólksins og segir lítið heyrast frá honum í þessu máli
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu teikningu Lóu af njósnamáli Björgólfs Thors

Sjáðu teikningu Lóu af njósnamáli Björgólfs Thors
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

United skoðar ungstirni sem er líkt við Pogba og Bellingham

United skoðar ungstirni sem er líkt við Pogba og Bellingham
Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þessir þrír öflugu leikmenn sterklega orðaðir við Liverpool

Þessir þrír öflugu leikmenn sterklega orðaðir við Liverpool