fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Raðmorðingi svipti sig lífi á dauðadeild: Var þrisvar dæmdur til dauða

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 6. nóvember 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrew Urdiales, bandarískur raðmorðingi, fannst látinn í fangaklefa sínum á dauðadeild San Quentin-fangelsisins í Kaliforníu. Urdiales þessi hafði þrisvar verið dæmdur til dauða, síðast í október síðastliðnum. Fangelsisyfirvöld telja að hann hafi svipt sig lífi.

Urdiales var fyrst dæmdur til dauða árið 2003 fyrir tvö morð í Illinois. Dómnum var breytt í lífstíðarfangelsi árið 2003 eins og aðrir dauðadómar sem kveðnir höfðu verið upp í ríkinu.

Urdiales kom svo aftur fyrir dóm árið 2004 vegna þriðja morðsins og þá hlaut hann dauðadóm. Hann var svo framseldur til Kaliforníu árið 2011 vegna morða sem hann hafði framið þar. Það ár voru dauðadómar felldir alveg úr gildi í Illinois og því fóru yfirvöld í Kaliforníu fram á að fá hann framseldan.

Í október síðastliðnum var þriðji dauðadómurinn yfir honum kveðinn upp og var hann vegna morða á fimm konum í ríkinu á árunum 1986 til 1995.

Tony Rackauckas, saksóknari Orange County, sagði í yfirlýsingu að Urdiales væri heigull. Hann hefði rænt aðstandendur þeirra sem hann myrti réttinum til að vera viðstaddir fullnustu refsingarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?