fbpx
Föstudagur 26.september 2025
Fókus

Meghan skartaði hálsmeni eftir sex ára dreng – Sagan mun heilla þig

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 28. október 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gavin Hazelwood er aðeins sex ára gamall, en þegar orðið vinsæll skartgripahönnuður og berast honum nú pantanir víðs vegar að úr heiminum.

Ástæðan er sú að Meghan Markle hertogaynja skartaði hálsmeni sem Hazelwood gaf henni í ferðalagi hennar og eiginmanns hennar, Harry Bretaprins, í Melbourne í Ástralíu.


Hálsmenin eru frábrugðin öðrum slíkum þar sem þau eru gerð úr pasta. Hazelwood sér nú fram á gott tækifæri til gróða, þegar eftirspurnin er svona mikil. Hann hyggst hins vegar ekki græða sjálfur og segir vilja gera líka og hertogahjónin og láta gott af sér leiða.

Hálsmenin eru gerð úr pasta, gylltu spreyi, borða og ást.

Allur ágóði mun renna til samtaka sem berjast fyrir því að koma í veg fyrir að börn fæðist andvana. Málefnið er honum mikilvægt, en þegar hann var tveggja ára fæddist systir hans, Clara, andvana.

„Ég vil styrkja samtökin til að finna út úr því af hverju börn láta lífið áður en þau fæðast, og koma í veg fyrir það,“ segir Hazelwood.

Hér má panta hálsmenin góðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Svona er æfingarútína einnar þekktustu konu heims

Svona er æfingarútína einnar þekktustu konu heims
Fókus
Fyrir 3 dögum

Myndband: Sjáðu hressileg tilþrif á haustmóti Lyftingasambandsins

Myndband: Sjáðu hressileg tilþrif á haustmóti Lyftingasambandsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eva Ruza: „Við mamma höfum alltaf átt mjög fallegt samband“

Eva Ruza: „Við mamma höfum alltaf átt mjög fallegt samband“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tónlistarveisla til styrktar Píeta samtökunum

Tónlistarveisla til styrktar Píeta samtökunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

LXS-skvísurnar ferðuðust með stæl á tónleikana með Birni – „Erfitt að fara í venjulegan bíl eftir þetta“

LXS-skvísurnar ferðuðust með stæl á tónleikana með Birni – „Erfitt að fara í venjulegan bíl eftir þetta“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segist hrifnastur af þessu í fari Íslendinga – „Það er ekkert kjaftæði“

Segist hrifnastur af þessu í fari Íslendinga – „Það er ekkert kjaftæði“