fbpx
Föstudagur 03.maí 2024

Ella Karen: „Ég græt í hljóði og þurrka tárin áður en þau leka því ég verð að halda andliti – Ég reyni bara að bíða róleg“

Aníta Estíva Harðardóttir
Miðvikudaginn 24. október 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ella Karen er þriggja barna móðir sem hefur gengið í gegnum hvert einasta kveisutímabilið á fætur öðru. Öll hennar börn fengu svokallaða ungbarnakveisu sem getur tekið virkilega á bæði andlega og líkamlega heilsu foreldra.

„Á meðan ég skrifa þetta sit ég við tölvuna með hálf sofandi, hálf grátandi barn í fanginu sem ég hef ekki mátt leggja of langt frá mér í fimm daga. Ég er búin að taka fjórar pásur frá skrifum og skipta tvisvar sinnum um bol. Ég er búin að mastera þann hæfileika að skrifa með annari höndinni,“ segir Ella Karen í færslu sinni á síðunni Komfort þar sem hún útskýrir það hvernig það getur verið að takast á við barn með mikla kveisu.

Þurrkar tárin áður en þau leka

„Ég á þrjú börn sem hafa öll verið kveisubörn. Mis mikið, mis lengi og mis alvarlegar en alltaf tekið jafn mikið á, og þetta tekur á. Meira en nokkurn getur grunað.“

Segir Ella þá sem ekki hafa upplifað það að eiga kveisubarn ekki geta sett sig í spor þeirra foreldra sem takast á við þetta á hverjum degi og hverri nóttu.

„Þetta er eitthvað annað stig þreytu. Ég og kaffi erum bestu vinir. Að eiga kveisukríli þýðir það að ég þarf að vera viðbúin undir allt.“

Í skiptitöskunni segist Ella alltaf þurfa að vera með að minnsta kosti þrjú auka föt fyrir dóttur sína ásamt nóg af taubleyjum.

Börn Ellu fv. Albert Haraldur, Hrafnkell Úlfur og Ástrós Fjóla

„Dóttir mín ælir að meðaltali tólf sinnum á dag, oftast oftar og yfirleitt það mikið að slefsmekkir eru ekki nóg. Það að fara í bæinn getur mjög fljótlega breyst í grátveislu þar sem Ástrós grætur óstjórnlega, Úlfur grætur af því að Ástrós grætur og Albert af því að við þurfum að fara snögglega út í bíl eða jafnvel heim. Ég, ég græt í hljóði og þurrka tárin áður en þau leka því ég verð að halda andliti svo ég geti útskýrt fyrir strákunum af hverju bæjarferðin endar eins og hún endar. Á sama tíma þarf ég að reyna mitt allra besta og nota öll mín trikk til þess að róa krílið mitt.“

Mæður gengu um gólf tímunum saman en fengu enga lausn

Hugsar Ella oft til þess tíma þegar börn grétu fyrstu sex mánuði lífs síns, það var kallað kveisa og ekki skoðað neitt frekar.

„Þau voru kannski bara með loft, illt í maganum eða það sem verra var, engin augljós ástæða fyrir þessum gráti. Mæður gengu bara um gólf tímunum saman og reyndu að róa barnið sitt sem var kannski einfaldlega með mjólkuróþol eða ofnæmi. Vandamál sem er svo auðvelt að vinna með í dag, sem betur fer. Ég var víst sjálf svona sem ungabarn, þá var keypt rándýr þurrmjólk fyrir mig út úr apótekið því ekki fékkst hún uppáskrifuð. Sem betur fer ólst þetta af mér eins og það hefur gert hjá sonum mínum, en það er ekki alltaf sem það gerist.“

Þegar dóttir Ellu var einungis viku gömul fór hún að fá ábót við brjóstagjöfina.

„Það var ljóst strax að ekki væri allt með feldu. Það var sama hvort hún drakk brjóstamjólk eða þurrmjólk, hún rembdist allan sólarhringinn án þess að nokkuð gerðist og grét eins og stunginn grís í hvert skipti sem hún drakk. Við skiptum um þurrmjólk tvisvar sinnum og hún var sett á Miniform dropa en ástandið batnaði lítið. Næsta skef var uppáskrifuð þurrmjólk frá lækni sem við fáum senda heim að dyrum einu sinni í mánuði. Þá fór hún að þyngjast og dafna betur, rembist ekki eins og sefur mikið betur en kveisan er enn til staðar.“

Engin svör og sagt að bíða

Suma daga grætur dóttir Ellu út í eitt og er lítið annað en fang móður hennar sem virðist róað hana.

„Hún virðist ekki geta drukkið því hún byrjar að gráta eftir hvern sopa en er samt svo svöng að hún reynir að drekka. Stundum skil ég ekki hvaðan þessar ofur krúttlegu fellingar koma því hún virðist ekki drekka neitt. Við eigum tíma hjá næringarfræðingi eftir mánuð sem við höfum þegar hitt einu sinni. Við erum búnar að heimsækja ofnæmislækni og meltingarfæralækni en fyrir utan alveg rosalega næmni fyrir kúamjólkurpróteini er engin önnur skýring á þessari kveisu og það er það sem ég held að sé það versta við þetta allt saman. Þegar svörin eru engin. Þegar eina svarið sem þú færð er: „Haltu bara áfram því sem þú ert að gera, þetta rennur sitt skeið.“ Ég veit það, ég veit að þetta rennur sitt skeið en það er erfitt að bíða. Ég veit líka að ungabörn gráta, ég veit að þau gráta án þess að augljós ástæða sé til fyrir því en trúið mér það er munur þarna á. Við sem þekkjum kveisuna þekkjum þann mun. En ég er ofurþreytta mamman sem reynir bara að bíða róleg.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Var engan veginn skemmt yfir athæfi Carragher og lætur hann heyra það

Var engan veginn skemmt yfir athæfi Carragher og lætur hann heyra það
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Ferðamann langar mikið til að eignast íslenskan vin

Ferðamann langar mikið til að eignast íslenskan vin
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Aron: „Ég held að það sé nú þannig hjá 90 prósent af liðunum í þessari deild“

Aron: „Ég held að það sé nú þannig hjá 90 prósent af liðunum í þessari deild“
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum
Framboð Viktors gilt
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Mourinho telur að þessi þrjú lið geti unnið EM í sumar

Mourinho telur að þessi þrjú lið geti unnið EM í sumar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Starfsmenn United pirraðir – Skorið niður hjá þeim en eiginkonur leikmanna fá mat og gjafir

Starfsmenn United pirraðir – Skorið niður hjá þeim en eiginkonur leikmanna fá mat og gjafir
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

„Málið er að sársauki hefur verið markaðsvæddur og lyfin eru kynnt sem lausnin“

„Málið er að sársauki hefur verið markaðsvæddur og lyfin eru kynnt sem lausnin“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir