fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
Fókus

Ragga nagli – „Föstur eru að eiga sitt stjörnumóment í sviðsljósinu um þessar mundir“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 22. október 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Á Facebook heldur hún úti vinsælli síðu þar sem hún birtir reglulega pistla um hreyfingu, mataræði og fleira. Í þessum fjallar hún um föstur.

Farðu af sviðinu Beyoncé…. föstur eru að eiga sitt stjörnumóment í sviðsljósinu um þessar mundir.

Þú ert ekki gjaldgengur sem homo sapiens nema ræða um hversu lengi garnirnar gauluðu í gær í mötuneytinu yfir laxabollum með veganmæjó og appelsínukúskús.

„Ég er búinn að missa sjö kíló,“ segir Jonni bókari.

„Tíu kíló hérna megin,“ segir Gunna á símanum.

Föstur eru vinsælli en kóksjálfsali í Sahara og margir nota þessa aðferð til að plokka af sér smjörið.

En föstur henta ekki öllum.
Sumum líður mjög illa að fasta. Fá hausverk og svima. Lágan blóðsykur og orkuleysi.

Sumir fá þráhyggjuhugsanir um mat og borða hnetusmjör beint upp úr dollunni með matskeið þegar klukkan loksins leyfir máltíð.
Tæta örvæntingarfullt upp heilan kexpakka án þess að taka umbúðirnar almennilega frá áður. Kjamsa jafnvel á álpappír og er alveg sama.

Fyrir konur, sérstaklega smágerðar léttar konur, eru sextán tímar af föstu of langt tímabil að hanga matarlausar á hungurriminni.

Rannsóknir sýna að 12-14 tíma fasta hentar konum betur þar sem þær hafa minni forða en karlpeningurinn.

En föstur henta sumum vel.
Þeir hafa meiri orku. Sofa betur. Húðin er betri. Og þeir grennast.

Þyngdartapið er lóðrétt afleiðing af að gúlla færri hitaeiningar en líkaminn brennir.

Flestir eru vanir að borða yfir sextán tíma tímabil á dag og sofa í átta tíma.
En ef við snúum því á haus og höfum bara átta tíma glugga til að úða í snúðinn þá er ansi erfitt að borða yfir sig.

Það detta yfirleitt út ein til tvær máltíðir.

Hitaeiningaþurrð heitir það víst á vísindalegu máli.

Það má ná fram hitaeiningaþurrð á marga vegu.
Líka með því að borða oftar og smærri máltíðir yfir daginn.

Og rannsóknir sýna að föstur eru ekki guðdómlegri aðferð en aðrar til að ná fram hitaeiningaþurrð.


Þeir sem hafa fylgt föstufræðunum eru sammála um að aðalstyrkurinn liggur í sálfræðiþættinum.

Föstur segja HVENÆR þú átt að borða.

Föstur skipta sér hinsvegar ekkert af því HVAÐ eða HVERSU MIKIÐ þú skalt borða.

Fyrir marga er það mun meira valdeflandi en að fá máltíðaplan með örfáum ríkismatvælum og útreiknuðum grömmum.

Þannig geta föstur verið nálgun sem sumir geta tileinkað sér til langtíma. Og allt sem þú fylgir til langs tíma það ber árangur að lokum.

Mikilvægustu skilaboðin eru að sama aðferð hentar ekki öllum og þú ert ekki annars flokks kynstofn þó þú fastir ekki.

Finndu frekar það máltíðamynstur sem hentar þér, þínum lífsstíl og þínum líkama.

Hvort sem það er að borða margar eða fáar máltíðir á dag.
Hvort sem það er að fasta til hádegis eða borða um leið og þú vaknar.
Hvort sem það er að borða ekkert eftir kvöldmat eða dúndra í þig kvöldsnæðingi fyrir svefninn.

Mataræðismynstur sem þú getur fylgt til langtíma er það sem virkar fyrir þig.

Facebooksíða Röggu nagla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hanna Rún föndraði ævintýrahús fyrir „jólamýsnar“ – Sjáðu myndbandið

Hanna Rún föndraði ævintýrahús fyrir „jólamýsnar“ – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ritari Sjálfstæðisflokksins flytur sig um set

Ritari Sjálfstæðisflokksins flytur sig um set
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þingmaður Viðreisnar selur einbýlishús í Reykjanesbæ – „Þetta hús hefur alltaf verið mitt heima“

Þingmaður Viðreisnar selur einbýlishús í Reykjanesbæ – „Þetta hús hefur alltaf verið mitt heima“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gwyneth Paltrow vildi ekki leika í kynlífsatriði með Ethan Hawke – Þetta er ástæðan

Gwyneth Paltrow vildi ekki leika í kynlífsatriði með Ethan Hawke – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 4 dögum

Byrjaðu árið 2026 með þessum vatnslosandi heilsudrykk

Byrjaðu árið 2026 með þessum vatnslosandi heilsudrykk
Fókus
Fyrir 4 dögum

Greindist með ristilkrabbamein 24 ára: Hunsaði einkennin og hvetur aðra til að gera ekki sömu mistök

Greindist með ristilkrabbamein 24 ára: Hunsaði einkennin og hvetur aðra til að gera ekki sömu mistök
Fókus
Fyrir 5 dögum

Spá Ellýjar: Hefur áhyggjur af Guðmundi Inga og sér hann ekki setjast aftur í ráðherrastól

Spá Ellýjar: Hefur áhyggjur af Guðmundi Inga og sér hann ekki setjast aftur í ráðherrastól
Fókus
Fyrir 5 dögum

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: Alþingiskosningar næsta haust og Íslendingur vinnur EuroJackpot

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: Alþingiskosningar næsta haust og Íslendingur vinnur EuroJackpot