fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fókus

Kristinn missti bróður sinn í flugslysi – Íhugaði að taka eigið líf

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 20. október 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristinn Rúnar Kristinsson hefur barist við geðhvörf í tæpan áratug og lent í ýmsum skrautlegum uppákomum í því alsæluástandi sem því fylgir. Hann komst í fréttirnar þegar hann berháttaði sig á Austurvelli, reyndi að tengjast Cristiano Ronaldo í gegnum Herbalife og stýrði umferð á sundskýlunni einni fata. Þetta skrásetur hann í bókinni Maníuraunir: Reynslusaga strípalingsins á Austurvelli sem kemur út 25. október. DV ræddi við Kristin um þessa baráttu.

Þetta er brot úr stóru viðtali í helgarblaði DV.

Missti bróður í flugslysi

Kristinn er Kópavogsbúi í húð og hár, alinn upp í sex systkina hópi. Eldri bróðir hans Guðni lést í flugslysi í Kanada sumarið 2007 aðeins 22 ára að aldri.

„Við vorum nánir og mér finnst ég alltaf finna fyrir honum, sérstaklega þegar ég er í maníu. Hann ýtir á mig að skapa og skrifa. Mér finnst hann eiga þátt í þessari bók sem ég er að gefa út núna.“

Guðni, sem var einn fremsti hjólabrettamaður landsins, var í flugnámi í Kanada. Hann var að taka síðustu tímana áður en hann hefði fengið atvinnuflugmannsréttindi þegar vélin fórst í nauðlendingu í skógi. Mælirinn bilaði og Guðni þurfti að hækka flugið vegna óveðursskýs.

„Hann lenti vélinni þannig að hann sjálfur tæki mesta höggið því hann vissi að hann bæri ábyrgð á þessu. Davíð Jónsson, besti vinur hans, var með og tveir aðrir. Davíð fór illa út úr þessu en er í góðu ásigkomulagi í dag og meira að segja enn þá að skeita.“

Kristinn var staddur á Benidorm þegar vinkona móður hans sem var í nágrenninu kom til hans og sagði honum fréttirnar. Hann segist hafa fengið einhverja ónotatilfinningu áður en hún kom til hans, einhvern fyrirboða um hvað var í vændum.

„Ég fór í eitthvert ástand strax, grét, svaf ekkert, ráfaði um og meðtók ekkert sem var sagt við mig. Það var erfitt að upplifa þetta fjarri fjölskyldunni og samferðafólk mitt þurfti að vakta mig. Ég tók flug heim tveimur dögum síðar og það var sérstaklega erfitt eftir að hafa misst bróður sinn í flugslysi.“

 

Íhugaði sjálfsvíg hjá ömmu sinni „Svo fór ég út á svalir og hugsaði um að fleygja mér fram af.“

Íhugaði sjálfsvíg hjá ömmu

Kristinn segist hafa verið mjög sérstakur krakki. Hann las minningargreinar í Morgunblaðinu til að sjá hvort hann hefði einhver tengsl við fólkið. Hann var gömul sál og átti auðvelt með að tengjast eldra fólki.

Hann átti við námsörðugleika að stríða og var mikill einfari en gekk vel í íþróttum, bæði knattspyrnu og körfuknattleik. Fram að áttunda bekk var hann með fremstu keppendum á landinu í báðum greinum. En þá kom skellurinn mikli.

„Ég fór úr 50 kílóum í 62 á einu sumri. Getan og sjálfstraustið hvarf og ég var á endanum settur í markið. Það helltist yfir mig svart þunglyndi og ég hélt að mér myndi aldrei líða vel aftur.“

Það var á þessum tíma sem Kristinn íhugaði sjálfsvíg, aðeins þrettán ára gamall.

„Ég fór í heimsókn til ömmu minnar, sem bjó á tíundu hæð í Gullsmáranum, eftir fótboltaæfingu og átti innihaldslaust spjall við hana. Svo fór ég út á svalir og hugsaði um að fleygja mér fram af. En ég hætti við af því að mér fannst ég ekki geta gert fjölskyldu minni þetta. Tveimur dögum seinna brotnaði ég saman fyrir framan foreldra mína sem voru búin að reyna að hressa mig við.“

Eftir þetta komu þunglyndishrinurnar, tíu eða tólf dagar í senn, og botninn yfirleitt á sjötta eða sjöunda degi.

„Krakkarnir vissu ekkert hvað var að gerast hjá mér og skólayfirvöld sýndu mér skilning en það var engin alvöru hjálp til staðar. Þetta er enn þá svona í grunnskólunum. Kennararnir sem ég hef rætt við eftir fyrirlestra hafa sagt að þeir ræði ekki um geðsjúkdóma við krakkana.“

Reyndir þú að fela þetta?

„Já. Ég var í feluleik frá 2002 til 2014. Þá svipti leikarinn Robin Williams sig lífi eftir baráttu við þunglyndi. Vinkona mín sagði mér að vitundarvakning væri að fara af stað og allir sem hefðu sögu að segja ættu að opna sig og ég gerði það.“

Bókin Maníuraunir – Reynslusaga strípalingsins á Austurvelli kemur út þann 25. október og verður fáanleg á kristinnrunar.com. Hægt er að panta eintak nú þegar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Britney rýfur þögnina eftir meint hörkurifrildi hennar og kærastans – „Ég veit að mamma mín tengist þessu!“

Britney rýfur þögnina eftir meint hörkurifrildi hennar og kærastans – „Ég veit að mamma mín tengist þessu!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur ætlar að sniðganga Harry í væntanlegri heimsókn – Yngri prinsinum ekki einu sinni boðin gisting

Vilhjálmur ætlar að sniðganga Harry í væntanlegri heimsókn – Yngri prinsinum ekki einu sinni boðin gisting
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun
Fókus
Fyrir 4 dögum

,,Þetta var komið gott eftir líflátshótanir”

,,Þetta var komið gott eftir líflátshótanir”
Fókus
Fyrir 4 dögum

Anna Gundís segir þetta vera algengustu mistökin við að taka sjálfsmynd

Anna Gundís segir þetta vera algengustu mistökin við að taka sjálfsmynd
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“