fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fókus

Markvissar aðgerðir í Hafnarfirði gegn hrakandi málþroska íslenskra barna

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 15. október 2018 15:00

Um er að ræða samstarfsverkefni fjölmargra aðila innan sveitarfélagsins. Bókasafn Hafnarfjarðar gefur til að mynda öllum börnum 6-24 mánaða bókagjöf og bókasafnsskírteini.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil umræða hefur átt sér stað um að málþroska og orðaforða íslenskra barna sé að hraka og að það hafi síðar áhrif á lesskilning og námsforsendur. Nýtt verkefni hjá Hafnarfjarðarbæ miðar að því að ná til foreldra barna á aldrinum 6-24 mánaða þannig að börnin séu efld í málþroska frá unga aldri og fyrr sé gripið inn í ef börn þurfa á aðstoð að halda. Um er að ræða samstarf sem teygir anga sína til dagforeldra og frístundaheimila í Hafnarfirði, segir í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ.

Læsisstefna Hafnarfjarðarbæjar og verkefnið Lestur er lífsins leikur, sem keyrt var af stað í grunnskólum og leikskólum Hafnarfjarðar 2015-2016, nær með þessu nýja verkefni til mun yngri barna en verið hefur eða til dagforeldra og foreldra barna 6 til 24 mánaða. Fræðslufundir um málþroska og málörvun eru nú í gangi hjá Hafnarfjarðarbæ fyrir foreldra yngstu barna sveitarfélagins og geta foreldrar sótt fundi í sínu hverfi. Þegar hafa fjórir af tíu fundum verið haldnir með nokkuð góðum árangri. Einnig er búið að gefa út bæklinga á þremur tungumálum sem aðgengilegir eru víða, þar með talið á heilsugæslustöðvum Hafnarfjarðar. Markmið verkefnis er að auka vitund foreldra um mikilvægi málþroskans.

Stórt samfélagslegt verkefni

„Hér er um að ræða stórt samfélagslegt verkefni sem miðar að því að ná til sem flestra sem annast börn á öllum skólastigum og meðan börnin eru enn heima hjá foreldrum og forráðamönnum. Dagforeldrar í Hafnarfirði kölluðu eftir þátttöku í læsisverkefni enda sjálfir að upplifa breytingu og mögulega afturför í málþroska sinna barna. Því var ákveðið að fara af stað með þetta nýja verkefni með virkri þátttöku foreldra og dagforeldra,“ segir Bjartey Sigurðardóttir, talmeinafræðingur og verkefnastjóri Lestur er lífsins leikur hjá Hafnarfjarðarbæ. Verið er að vinna gátlista fyrir dagforeldra um viðmið fyrir eðlilegan málþroska og hvernig einkenni um frávik frá eðlilegum málþroska birtast hjá börnum á aldrinum 0-3 ára. Þessa gátlista munu dagforeldrar styðjast við í sínu starfi í samstarfi og samráði við foreldra og aðstoða þannig foreldra ef grípa þarf til örvandi og uppbyggjandi aðgerða.

„Útvíkkun læsisstefnu nær í dag líka til frístundaheimilanna þar sem verið er að koma á daglegum lestri með börnunum og fræðslu til starfsmanna um málþroska og málörvun. Þannig að frístundaheimili eru orðnir virkir þátttakendur líka,“ segir Bjartey. Orsakaþættir slakari málþroska og fátæklegri orðaforða geta verið margir, til að mynda ýmsar samfélags- og tæknibreytingar sem geta haft áhrif á samskipti milli foreldra og barna á heimilum og aukin áhrif ensku, til dæmis í gegnum myndbönd og smáforrit með ensku tali. Þannig eru snjalltæki líka mögulega nýtt sem „barnapía“ auk þess sem snjalltækjanotkun foreldra getur líka haft rík áhrif á samskiptin. „Það er að mörgu að huga í þessi tilliti og nauðsynlegt að ná til sem flestra aðila sem koma að uppeldi og eflingu barna. Það þarf nefnilega heilt þorp til að ala upp barn. Það er ekkert flóknara en það,“ segir Bjartey.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ísfólkið hefur oft verið talað niður og kallaðar „húsmæðraklám““

„Ísfólkið hefur oft verið talað niður og kallaðar „húsmæðraklám““
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því
Fókus
Fyrir 6 dögum

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu
Fókus
Fyrir 6 dögum

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu