fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Átta fjallgöngumenn létust í Himalaya í dag

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 13. október 2018 07:56

Frá Nepal.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm ferðamenn og fjórir nepalskir leiðsögumenn hurfu í miklu óveðri, snjóstormi, sem skall á búðum þeirra á Gurja Himal fjallinu í Himalaya í dag. Yfirvöld segja að minnst átta þeirra séu látnir.

Talsmaður yfirvalda segir að talið sé að mennirnir hafi lent í snjóstormi því tré séu brotin við tjaldbúðirnar og tjöldin hafi fallið saman og fokið. Hann sagði að úr lofti sjáist lík á dreif um búðirnar. Ekki hefur tekist að staðsetja níunda manninn. Fjallgöngumennirnir eru frá Suður-Kóreu.

Björgunarþyrla var send á vettvang í morgun til að reyna að koma mönnunum til aðstoðar en varð frá að hverfa þar sem veðrið var svo slæmt að ekki var hægt að lenda.

Guja Himal er 7.193 metra hátt og vinsælt meðal fjallgöngumanna sem klífa fjallið með aðstoð nepalskra leiðsögumanna.

Hópurinn hafði komið upp búðum við rætur fjallsins og beið átekta þar til veður yrði nógu gott til að hægt yrði að klífa fjallið.

Björgunarmenn eru nú á leið gangandi að búðunum frá næsta bæ en það er um dagsleið og þeir ekki væntanlegir á staðinn fyrr en á morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?