fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fókus

Lof mér að falla: Uppseldar sýningar í Asíu – Árborg býður 9. og 10. bekkingum að sjá myndina í forvarnarskyni

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 8. október 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lof mér að falla er að slá í gegn á Busan, stærstu kvikmyndahátíð Asíu, en á tveimur uppseldum sýningum hafa viðtökurnar verið frábærar.

Í Korea Joongaang Daily er Lof mér að falla svo talin upp í World Cinema Section flokknum ásamt Roma eftir Alfonso Cuaron sem vann Gullna Ljónið í Feneyjum.

Bæjarráð Árborgar samþykkti á fundi sínum á föstudag tillögu Sjálfstæðisflokksins að bjóða nemendum í 9. og 10.bekk að upplifa Lof mér að falla sem þykir varpa góðu ljósi á hryllilegan heim fíkniefnaneyslu. Í tillögu Sjálfstæðisflokksins segir að ríki, sveitarfélög og frjáls félagasamtök hafi lagt sitt af mörkum til þess að fræða og gera ráðstafanir í forvarnarmálum ungs fólks. Sveitarfélagið gæti lagt sitt af mörkum með því að bjóða 9. og 10. bekkingum grunnskóla Árborgar á myndina sem sýnd er í Selfossbíói. Myndin sé gríðarlega áhrifarík og byggi meðal annars á sönnum atburðum um hræðilega ógæfu táningsstúlku sem gangi vel í skóla en missi fótanna í baráttunni við fíkniefnavandann. Bæjarráð samþykkti tillöguna og fól bæjarstjóra og íþrótta-og menningarfulltrúa að vinna málið áfram.

Þetta er frábært framtak hjá Árborg og óskandi að fleiri bæjarfélög geri slíkt hið sama því Lof mér að falla er sterkt verkfæri í forvarnarbaráttunni og eitthvað sem ungt fólk ætti að tengja við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“
Fókus
Í gær

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dramatíska þyngdartapið sem vakti óhug og varð til þess að þjálfari hætti

Dramatíska þyngdartapið sem vakti óhug og varð til þess að þjálfari hætti
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona lítur barnastjarnan út 10 árum eftir að hann sló í gegn

Svona lítur barnastjarnan út 10 árum eftir að hann sló í gegn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Léttist um tæp 60 kíló í Biggest Loser en það átti eftir að kosta hann mikið

Léttist um tæp 60 kíló í Biggest Loser en það átti eftir að kosta hann mikið