fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

Lof mér að falla: Uppseldar sýningar í Asíu – Árborg býður 9. og 10. bekkingum að sjá myndina í forvarnarskyni

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 8. október 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lof mér að falla er að slá í gegn á Busan, stærstu kvikmyndahátíð Asíu, en á tveimur uppseldum sýningum hafa viðtökurnar verið frábærar.

Í Korea Joongaang Daily er Lof mér að falla svo talin upp í World Cinema Section flokknum ásamt Roma eftir Alfonso Cuaron sem vann Gullna Ljónið í Feneyjum.

Bæjarráð Árborgar samþykkti á fundi sínum á föstudag tillögu Sjálfstæðisflokksins að bjóða nemendum í 9. og 10.bekk að upplifa Lof mér að falla sem þykir varpa góðu ljósi á hryllilegan heim fíkniefnaneyslu. Í tillögu Sjálfstæðisflokksins segir að ríki, sveitarfélög og frjáls félagasamtök hafi lagt sitt af mörkum til þess að fræða og gera ráðstafanir í forvarnarmálum ungs fólks. Sveitarfélagið gæti lagt sitt af mörkum með því að bjóða 9. og 10. bekkingum grunnskóla Árborgar á myndina sem sýnd er í Selfossbíói. Myndin sé gríðarlega áhrifarík og byggi meðal annars á sönnum atburðum um hræðilega ógæfu táningsstúlku sem gangi vel í skóla en missi fótanna í baráttunni við fíkniefnavandann. Bæjarráð samþykkti tillöguna og fól bæjarstjóra og íþrótta-og menningarfulltrúa að vinna málið áfram.

Þetta er frábært framtak hjá Árborg og óskandi að fleiri bæjarfélög geri slíkt hið sama því Lof mér að falla er sterkt verkfæri í forvarnarbaráttunni og eitthvað sem ungt fólk ætti að tengja við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Leikarinn opnar sig um slysið skelfilega – „Ég sá vinstra augað í mér með hægra auganu“

Leikarinn opnar sig um slysið skelfilega – „Ég sá vinstra augað í mér með hægra auganu“
Fókus
Í gær

Segja að krónprinsinn sé öskuvondur út í mágkonuna og að til standi að svipta hana konunglegum titlum – „Vilhjálmur mun ekki umbera þetta“

Segja að krónprinsinn sé öskuvondur út í mágkonuna og að til standi að svipta hana konunglegum titlum – „Vilhjálmur mun ekki umbera þetta“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katy Perry brotnaði saman á sviði eftir harða gagnrýni

Katy Perry brotnaði saman á sviði eftir harða gagnrýni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hvernig vændi, bjór, nærbuxur, hárlitur og fleira geta bent til væntanlegrar kreppu

Hvernig vændi, bjór, nærbuxur, hárlitur og fleira geta bent til væntanlegrar kreppu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dolly Parton birti mynd af sér án hárkollu – „Hefur þú einhvern tímann séð hana án hárkollu?“

Dolly Parton birti mynd af sér án hárkollu – „Hefur þú einhvern tímann séð hana án hárkollu?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Daniel náði ótrúlegum árangri og umbreytti lífi sínu – „Ég sé tvo menn. Og mig langar að kveðja annan þeirra. Fyrir fullt og allt“ – Myndir

Daniel náði ótrúlegum árangri og umbreytti lífi sínu – „Ég sé tvo menn. Og mig langar að kveðja annan þeirra. Fyrir fullt og allt“ – Myndir