fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Trump neitar að segja hvort hann hafi talað við Kim Jong-Un

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 12. janúar 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti neitaði að svara hvort hann hefði á einhverjum tímapunkti átt samtal við Kim Jong-Un einræðisherra Norður-Kóreu. Bandaríkin og Norður-Kórea hafa átt í erfiðu sambandi síðustu misseri og var á tímabili útlit fyrir hugsanlegt kjarnorkustríð milli landanna tveggja. Þó að kjarnorkuhættan virðist vera liðin hjá, að minnsta kosti tímabundið, hafa leiðtogar landanna haldið áfram að senda hvor öðrum pillur. Nú síðast sagði Kim Jong-Un að hann væri með fingurinn á kjarnorkuvopnatakkanum, Trump svaraði með því að segja að sinn takki væri stærri.

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti.

Mynd: Mynd Reuters

Trump var spurður að því í viðtali við Wall Street Journal hvort hann hefði einhvern tímann talað við Kim Jong-Un: „Ég vil ekki ræða það. Ég segi ekki hvort ég hef gert það eða ekki. Ég vil ekki ræða það,“ sagði Trump í viðtalinu. Hann upplýsti hins vegar um að allt sem hann geri hvað varðar samskiptin við Norður-Kóreu sé úthugsað: „ Þú getur tekið eftir því hjá mér. Stundum er ég besti vinur einhvers, ég er mjög sveiganlegur.“

Varðandi friðarviðræður Norður- og Suður-Kóreu í tengslum við Vetrarólympíuleikana sagði Trump þær vera til þess fallnar til að skilja Suður-Kóreu frá Bandaríkjunum: „Ég myndi gera það í þeirra sporum. Munurinn er sá að ég er forsetinn og aðrir ekki. Ég veit meira hvernig á að stía aðilum í sundur en nokkur annar sem hefur lifað,“ sagði Trump.

Vladimír Pútín Rússlandsforseti.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti.

Lævís og þrostskaður leiðtogi

Norður-Kórea hefur fengið jákvæð viðbrögð fyrir viðleitni þeirra til að opna á samskipti við nágranna sína í suðri. Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði í blaðaviðtali í vikunni að Kim hefði „unnið þessa lotu“ og kallaði hann einræðisherrann „lævísan og þroskaðan leiðtoga“. „Hann er með kjarnorkuvopn, hann er með flugskeyti með 13 þúsund kílómetra drægni, sem nær nánast um alla jörðina. Nú er hann með áhuga á að minnka spennuna. Hann er orðinn lævís og þroskaður leiðtogi,“ sagði Pútín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“
Fréttir
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum