fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fókus

Sing-a-long- og búningasýning á Rocky Horror

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 1. október 2018 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laugardaginn 27. október verður Sing-a-long- og búningasýning á Rocky Horror á Stóra sviði Borgarleikhússins. Þá gefst gestum sýningarinnar taka þátt með því að syngja með þessari vinsælu tónlist og klæða sig upp í föt sem tengjast sýningunni.

Íslenskum textum laganna verður varpað á skjái sitthvoru megin við sviðið, en þessa texta samdi Bragi Valdimar Skúlason sérstaklega fyrir uppfærslu Borgarleikhússins.

Rocky Horror var frumsýnt á Stóra sviði Borgarleikhússins fyrr á þessu ári. Sýningin sló miðasölumet í febrúar þegar 4580 miðar seldust á sérstökum forsöludegi en þá voru þegar 13 sýningar uppseldar. Nú hafa rúmlega 32 þúsund manns séð sýninguna.

Páll Óskar Hjálmtýsson fer með aðalhlutverkið í sýningunni, hlutverk Frank N Furter, en hann lék þetta hlutverk síðast í uppfærslu MH á söngleiknum árið 1991. Aðrir leikarar í sýningunni eru Valdimar Guðmundsson (Eddie), Arnar Dan Kristjánsson (Rocky), Björn Stefánsson (Riff Raff), Brynhildur Guðjónsdóttir (Magenta), Halldór Gylfason (sögumaður), Haraldur Ari Stefánsson (Brad Majors), Katla Margrét Þorgeirsdóttir (Dr. Scott), Vala Kristín Eiríksdóttir (Columbia) og Þórunn Arna Kristjánsdóttir (Janet Weiss).

Miðasala á Sing-a-long- og búningasýninguna er hafin á borgarleikhus.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Jonathan Bailey er kynþokkafyllsti karlmaður heims

Jonathan Bailey er kynþokkafyllsti karlmaður heims
Fókus
Í gær

Kristbjörg kemur til dyranna eins og hún er klædd: „Enginn farði, engin myndvinnsla, engin fullkomin sjónarhorn“

Kristbjörg kemur til dyranna eins og hún er klædd: „Enginn farði, engin myndvinnsla, engin fullkomin sjónarhorn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Patrekur sá „hrikalegar“ myndir af sér og lét minnka varirnar: „Ég er ekki lengur eins og klámstjarna“

Patrekur sá „hrikalegar“ myndir af sér og lét minnka varirnar: „Ég er ekki lengur eins og klámstjarna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrekkjavakan á Instagram – „Ef fólk hættir að gagnrýna mig, svelti ég“

Hrekkjavakan á Instagram – „Ef fólk hættir að gagnrýna mig, svelti ég“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hobbitinn ástsæli er kominn út í nýrri þýðingu – Lestu fyrsta kaflann hér

Hobbitinn ástsæli er kominn út í nýrri þýðingu – Lestu fyrsta kaflann hér
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Svo þarf ég hérna að nefna ákveðinn fíl í bókmenntastofunni“

„Svo þarf ég hérna að nefna ákveðinn fíl í bókmenntastofunni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Rannsóknarlögreglumaðurinn Guðjón: Fólk hefur tapað tugum milljóna á þessum svindlum

Rannsóknarlögreglumaðurinn Guðjón: Fólk hefur tapað tugum milljóna á þessum svindlum