fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Skotið úr riffli á lögreglustöð í Reykjavík

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 26. september 2018 14:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skot hljóp úr riffli á lögreglustöð í Reykjavík í apríl á þessu ári, um var að ræða mannleg mistök og engan sakaði. Vísir greinir frá því að farið hafi verið ítarlega yfir þjálfun lögreglumanna í kjölfarið.

Lögreglan lagði hald á riffilinn í húsleit á höfuðborgarsvæðinu í apríl, kannabisræktun var í húsinu og lagði lögreglan hald á stera, peninga, önnur fíkniefni, haglabyssu og þrjá riffla, þar af voru tveir hálfsjálfvirkir.

Í svari við fyrirspurn Vísis segir Þórir Ingvarsson lögreglufulltrúi að farið hafi verið yfir vopnin á lögreglustöðinni og lögreglumaður kannað hvort hún væri hlaðin en ekki tekið eftir skotinu. „Þegar hann hins vegar lokaði byssuhúsinu og lagði boltann aftur hljóp skotið úr byssunni. Engan sakaði en byssuhlaupið sneri frá lögreglumönnunum og lenti skotið því í steyptum vegg,“ segir Þórir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lesendur hafa talað: Þetta voru sigurvegarar kappræðnanna

Lesendur hafa talað: Þetta voru sigurvegarar kappræðnanna