fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
433

Skellir skuldinni á Pogba – ,,Leikmaður getur aldrei verið stærri en stjórinn eða félagið“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 26. september 2018 10:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Pogba fékk þau skilaboð í gær um að hann myndi aldrei bera fyrirliðabandið hjá Manchester United á nýjan leik.

Þessi franski miðjumaður hefur borið bandið þrisvar á þessu tímabili en Mourinho telur hegðun hans ekki lengur ásættanlega. Leikmannahópur United fékk að vita þetta í gær fyrir tap gegn Derby í deildarbikarnum. Pogba var ekki í leikmannahópi United, hann horfði úr stúkunni.

Meira:
Ítarleg greining á sambandi Mourinho og Pogba – Pogba hegðar sér eins og kóngur

Pogba vill burt frá United en Liam Rosenior sérfræðingur hjá Sky Sports styður Mourinho.

,,Það er hægt að lesa á milli línanna þegar talað er um að Pogba verði aldrei fyrirliði Manchester United aftur,“ sagði Rosenior.

,,Ég skil Mourinho vel, hann verður að taka þessa ákvörðun. Leikmaður getur aldrei verið stærri en stjórinn eða félagið.“

,,Þegar leikmaður talar svona um taktík og aðra hluti sem stjórinn gerir þá býr það til vandamál þeirra á milli og skapar vandræði í klefanum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Birti svakalega mynd og sannar það að hann er í sturluðu formi – Sjáðu hvað hann birti

Birti svakalega mynd og sannar það að hann er í sturluðu formi – Sjáðu hvað hann birti
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Mourinho næstur til að elta peningana?

Mourinho næstur til að elta peningana?
433Sport
Í gær

Virðist ætla að selja fjölmarga í sumar – ,,Svo það gerist þá þurfa leikmenn að fara annað“

Virðist ætla að selja fjölmarga í sumar – ,,Svo það gerist þá þurfa leikmenn að fara annað“
433Sport
Í gær

Spánn: Real getur orðið sófameistari í kvöld

Spánn: Real getur orðið sófameistari í kvöld