fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Fókus

Sævar: „Ég er fastur í foreldrahúsum“

Þrátt fyrir að vísindamiðlarinn Sævar Helgi njóti mikillar velgengni í starfi og eigi sex ára son neyðist hann til að búa í foreldrahúsum. Hann segist jafnframt vera mikil matarsnobbari og óttast ekki heimsendi.

Kristín Clausen
Laugardaginn 29. október 2016 17:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sævar er formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness. Hann kennir stjörnufræði í MR og er höfundur bókarinnar Stjörnuskoðun sem kemur út í næsta mánuði. Sævar verður með innslög í Stundinni okkar í vetur um vísindi auk þess sem hann er reglulegur gestur í Morgunútvarpi Rásar 2. Að auki heldur Sævar reglulega fyrirlestra úti um allar trissur, tekur þátt í alþjóðasamstarfi og fræðir ferðamenn um norðurljós þegar veður leyfir. Sævari er mikið í mun að fræða börn um mikilvægi vísinda, vekja þau til umhugsunar um stjörnufræði og hvetja þau áfram. Sævar er í helgarviðtali hjá DV og þar ræddi hann einnig um húsnæðisvanda sinn en margir eru í sömu sporum og hann.

Fastur í foreldrahúsum

Þrátt fyrir að Sævar sé orðin hálfgerð þjóðargersemi þegar kemur að miðlun á undrum alheimsins og vísindum almennt þá glímir hann við sömu vandamál og svo margir aðrir af þúsaldarkynslóðinni.

„Ég er í nákvæmlega sömu sporum og mjög stór hluti af minni kynslóð. Ég er fastur í foreldrahúsum.“

Eftir að slitnaði upp úr sambandi Sævars og Ingu Rúnar neyddist hann til að flytja aftur heim til foreldra sinna þar sem hann hafði ekki efni á að kaupa sér íbúð.

„Því miður virðist draumurinn um að eignast eigið húsnæði fjarlægjast frekar en hitt. Það er ekki möguleiki að eignast íbúð á næstunni, sem er mjög erfitt. Eins og allir í mínum sporum þá þrái að eiga mitt prívatlíf.“

Þá þykir Sævari hart hvað laun eru í litlu samræmi við íbúðaverð sem hækkar meira með hverjum deginum sem líður. „Það er líka ástæða þess að maður vinnur svona mikið. En það gengur óskaplega hægt að safna. Þetta er svolítið eins og að hlaupa í maraþoni en endamarkið fjarlægist hraðar eftir því sem maður hleypur lengra.“

Sævar bendir á að ýmislegt þurfi að breytast svo ungt fólk finni löngun til að festa rætur á Íslandi. „Ég er mjög sár yfir því hversu lítið var talað um það af alvöru, fyrir kosningarnar, hvernig eigi að leysa þau vandamál sem tengjast því að vera ungur á Íslandi í dag.“

Hann kveðst sjálfur oft hafa velt því fyrir sér að flytja úr landi. „Það þarf ýmislegt að breytast svo hægt sé að lifa sómasamlegu lífi hérna. En ég er til í það. Mig langar að breyta því svo ég, og margir aðrir í minni stöðu, finni löngunina til búa á Íslandi.“

Börnin eru framtíðin

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Sævar segir að ástæðan fyrir því að hann leggi svo mikla áherslu á að miðla upplýsingunum sem hann býr yfir áfram til barna og unglinga sé einfaldlega sú að börnin séu framtíðin.

„Við viljum öll skapa börnunum okkar góða framtíð. Besta leiðin til þess, að mínu mati, er að gera þau vísindalega læs svo þau geti tekið stórar ákvarðanir á upplýstan hátt og þannig skapað okkur velsæld og hagvöxt.“

Þá segir Sævar að meginmarkmið hans sé að gera fólki grein fyrir hve heimurinn er magnaður og benda á hvað við ættum að vera miklu duglegri að skoða hann og njóta.

„Það er líka mjög mikilvægt að glata ekki forvitninni. Mér finnst að fólk ætti að ríghalda í þessa barnslegu forvitni og vera óhrætt við að spyrja spurninga og þora að taka af skarið. Þannig sköpum við saman betri heim til framtíðar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Lagður inn á sjúkrahús eftir dularfull veikindi

Lagður inn á sjúkrahús eftir dularfull veikindi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fundu gleðina aftur á Íslandi eftir röð dauðsfalla

Fundu gleðina aftur á Íslandi eftir röð dauðsfalla
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig