fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Fókus

Alþjóðleg bíóveisla í fimmtán ár – vilt þú vinna aðgangspassa á RIFF?

Tómas Valgeirsson
Mánudaginn 24. september 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík (RIFF) fer af stað með herlegheitum á fimmtudaginn og fagnar fimmtán ára afmæli sínu í ár. Hátíðin stendur til 7. október.

Kvikmyndir hafa oft verið breytingarafl í heiminum og hafa heimildamyndir skipað sífellt stærri sess í dagskrá hátíðarinnar með hverju ári. Einnig fá leiknar myndir sem snúa að mannréttindum, lífsgæðum og umhverfismálum veglegt pláss þetta árið.

Dagskráin á afmælishátíðinni setur einnig unga kvikmyndagerðarmenn á oddinn og má einnig búast við flottum gestum, en þeirra á meðal verða stjörnurnar Shailene Woodley og Mads Mikkelsen, eins og áður hefur verið greint frá.

Sem fyrr býðst bíógestum að spjalla við ýmsa leikstjóra um verk þeirra, sækja málþing og fyrirlestra, tónleika og listasýningar, auk þess að njóta kvikmynda með óhefðbundnum hætti, meðal annars í sundi, í helli eða jafnvel í stofunni hjá þekktum kvikmyndagerðarmanni.

Dagskrá hátíðarinnar má finna hér.

Fókus býður í bíó

Lesendum Fókus býðst nú tækifæri á því að vinna sér inn aðgangspassa fyrir tvo sem gildir yfir alla hátíðina.

Það eina sem þú þarft að gera til þess að eiga möguleika á slíkum grip er að skilja eftir ummæli hér fyrir neðan og segja okkur hvað þig langar að sjá á RIFF í ár; hvort sem það er ein ákveðin kvikmynd, jafnvel fimm eða ákveðinn viðburður.

Vinningshafar verða dregnir út á fimmtudaginn og mun þá DV hafa samband við notendur með nánari fyrirmælum um hvernig skal nálgast passana.

Athugið að aðeins þeir keppendur eru líklegir til sigurs sem hafa líkað við DV á Facebook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Er fræga og ríka fólkið líklegra til að fá Lyme-sjúkdóminn?

Er fræga og ríka fólkið líklegra til að fá Lyme-sjúkdóminn?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Missti allt í hruninu en opnaðist í kjölfarið og fór að tala við Guð – „Ég hef alltaf verið skyggn. Ég bara vissi það ekki“

Missti allt í hruninu en opnaðist í kjölfarið og fór að tala við Guð – „Ég hef alltaf verið skyggn. Ég bara vissi það ekki“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir starfsfólk Ellen DeGeneres hafa „kippst við“ af ótta á tökustað

Segir starfsfólk Ellen DeGeneres hafa „kippst við“ af ótta á tökustað
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sláandi upplýsingar í nýrri bók – Drykkja Elísabetar drottningarmóður á meðgöngu hafði alvarlegar afleiðingar

Sláandi upplýsingar í nýrri bók – Drykkja Elísabetar drottningarmóður á meðgöngu hafði alvarlegar afleiðingar
Fókus
Fyrir 1 viku

Vekur reiði með umdeildu tónlistarmyndbandi – Heimilisofbeldi og klám

Vekur reiði með umdeildu tónlistarmyndbandi – Heimilisofbeldi og klám
Fókus
Fyrir 1 viku

„Þegar ég hitti annað fólk sem á sömu lífsreynslu gerist eitthvað, þar sem báðir aðilar skilja hvað hinn hefur upplifað“

„Þegar ég hitti annað fólk sem á sömu lífsreynslu gerist eitthvað, þar sem báðir aðilar skilja hvað hinn hefur upplifað“