fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fókus

Ragga nagli – „Fyrir heilbrigða grunnbrennslu er mikilvægt að geta misst fitu“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 24. september 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Á Facebook heldur hún úti vinsælli síðu þar sem hún birtir reglulega pistla um hreyfingu, mataræði og fleira. Í þessum fjallar hún um hitaeiningaþurrð og hvað hún gerir okkur.

Margir hoppa frá einum kúr til annars og snæða eins og spörfugl allan ársins hring.

Líkaminn er merkileg maskína. Hann aðlagar sig að hverju sem við hendum í hann með því að svara og besta umhverfið sitt.

Þess vegna er ekki ráðlegt að spóla í hjólförum í fitutapi dag eftir dag, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð.

Eftir langan tíma í hitaeiningaþurrð verður erfiðara og erfiðara að sjá árangur og stöðnunartímabilin verða lengri og tíðari.

Það gerist þegar grunnbrennslan aðlagar sig að sorglegum snæðingunum.

Líkaminn veit ekki að Hagkaup í Skeifunni er opið allan sólarhringinn.

Þegar hann fær ekki nóg að bíta og brenna fer hann í tímavélina aftur um þúsundir ára og upplifir hungursneyð sem þýðir að nú þarf að spara orkuna.

Grunnbrennslan aðlagast horaðri hitaeiningainntöku með því að hægja á ferlinu og lullar niður í fyrsta gír til að bregðast við því sem hann telur vera ógn.

Þá eykst hættan á að hann fari að tæta upp amínósýrur í vöðvum til orkumyndunar sem lækkar grunnbrennsluna enn frekar.

Til þess að halda áfram að missa fitu þarftu að sleikja botninn í lífsgæðum hangandi á horriminni. Lífshamingjan fýkur burt eins og haustlauf í norðannepju.

Þú þarft að æfa meira, oftar, harðar til að sjá árangur.

Oftar en ekki leiða þessar öfgar og óráðsía til meiðsla. Svefnleysis. Meltingatruflana. Örmögnunar. Hormónatruflana. Æfingaleiða.

Fyrir heilbrigða grunnbrennslu er mikilvægt að geta misst fitu á meðan þú treður sem mest af fóðri í maskínuna.

Til þess að snúa við ferlinu og fá grunnbrennsluna aftur upp í fimmta gír að krúsa niður er gott ráð að taka fitutapsfrí í nokkrar vikur og bæta smám saman við skammtana. Bara í oggulitlum hænuskrefum einn dag í einu, eina viku í einu.

Til dæmis að gúlla aðeins fleiri kartöflur í kvöldmatnum í þessari viku. Smyrja aðeins þykkara hnetusmjöri á hrökkbrauðið í næstu viku. Aðeins stærri kjúklingabringu í vikunni á eftir.

Eftir nokkrar vikur geturðu síðan farið að plokka smám saman af matnum aftur og séð árangur með heilbrigðu og manneskjulegu magni æfinga og haug af gómsætum snæðingum.

Og hverjum finnst ekki gaman að borða fullt af mat og tálga samtímis lýsið?

Facebooksíða Röggu nagla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hætti að drekka áfengi fyrir 5 árum

Hætti að drekka áfengi fyrir 5 árum
Fókus
Í gær

Gerði ótrúlega uppgötvun á Íslandi – Segir gestgjafa hennar hafa hlegið þegar hún spurði að þessu

Gerði ótrúlega uppgötvun á Íslandi – Segir gestgjafa hennar hafa hlegið þegar hún spurði að þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf
Fókus
Fyrir 2 dögum

Söngkona rýfur þögnina – Sögð föst í ástarþríhyrning með móður sinni

Söngkona rýfur þögnina – Sögð föst í ástarþríhyrning með móður sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sagan á bak við Frank Mills

Sagan á bak við Frank Mills
Fókus
Fyrir 4 dögum

Prumpulykt að gera út af við hjónaband til 30 ára

Prumpulykt að gera út af við hjónaband til 30 ára